Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 16
16 8. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR Blikur eru á lofti í málefnum tónlistarskólanna í Reykjavík: Niðurskurðarmeistarar borgar- innar hafa ákveðið að skerða fjár- framlög til þessa málaflokks um 11% hið minnsta árið 2011. Þar sem ekki er hægt að „hagræða“ á miðju skólaári kemur þessi niður- skurður með fullum þunga á síð- ustu fjóra mánuði ársins (sem eru fyrstu fjórir mánuðir skóla- ársins 2011-2012) og verður 33%. Þessi hrikalegi niðurskurður er þó háður því að samningar takist milli ríkis og sveitarfélaga um að ríkið taki yfir kostnað nemenda sem eru eldri en 16 ára og eru í tónlistarnámi. Takist samning- ar ekki um þetta atriði yrði nið- urskurðurinn 18% árið 2011 eða 54% síðustu fjóra mánuði árs- ins. Það sér hver heilvita maður að ekkert fyrirtæki þolir slíkan niðurskurð, og þarf þá hvorki að nefna 33% eða 54% í þessu sam- hengi. Rétt er að bæta því við að þessi niðurskurður á að koma ofan á 14% niðurskurð 2009-2010. Við- ræður við ríkið lofa góðu þegar þetta er ritað en ekkert er þó enn fast í hendi. Hvað liggur að baki þessum gífurlega niðurskurði af hálfu Reykjavíkurborgar á starfsemi tónlistarskólanna? Reyndar er verið að skera niður í allri skóla- starfsemi borgarinnar frá leik- skóla og upp grunnskólann. Þetta er skuggaleg þróun. Frekar ætti að gefa í og vernda alla þætti skólastarfseminnar og styðja þar með við börn og unglinga borgar- innar á þessum erfiðum tímum. Ef rýnt er í fjárhagsáætlun borgar- innar fyrir árið 2011 kemur hvergi fram sambærilegur niðurskurður til nokkurs málaflokks eða fyrir- tækis borgarinnar eins og til tón- listarskólastarfseminnar. Niðurskurður til grunnskóla er 3,9%!! Ef hann væri sambæri- legur og yfirfærðist á tónlistar- skólana yrði hann u.þ.b. 12% mán- uðina september-desember 2011. Þótt slæmur væri, gætu tónlistar- skólarnir hugsanlega ráðið við þá stærðargráðu. Spurningunni er enn ósvarað hvers vegna er gengið svona hart að starfsemi tónlistarskól- anna. Hvers vegna leggur meiri- hlutinn í menntaráði þessa ofur- áherslu á niðurskurðinn í þessum málaflokki? Það er alkunna að pólítíkusar hugsa í almanaks árum og í besta falli í fjögurra ára tíma- bilum (þ.e. kjörtímabilum). Þeim virðist ofviða að skilja að skóla- starf er þróunarstarf sem tekur áratugi að byggja upp. Ef óbreytt niðurskurðaráform meirihlutans á tónlistarskólastarfsemi ganga eftir þá er verið að rústa áratuga uppbyggingu skólanna og má líta á þessa aðför sem hermdar- verk. Það skyldi þó ekki verða svo, að illa ígrunduð og óupplýst ákvarðana taka núverandi meiri- hluta í borgar stjórn muni ríða starfsemi tónlistarskólanna að fullu og valda þar með meirihátt- ar menningarslysi sem á eftir að hafa hrikalegar afleiðingar á tón- listarmenntun og tónlistarmenn- ingu íslensku þjóðarinnar? Gera þessir skammsýnu kjörnu fulltrúar í borgarstjórn og niður- skurðarhjálparhellur þeirra sér ekki grein fyrir því að með því að ná kyrkingartaki á tónlistarskól- unum þá eru þeir að eyðileggja grasrótina og koma í veg fyrir eðlilega endurnýjun í atvinnu- mennsku í tónlist um alla framtíð? Hve langur tími mun líða þangað til tónlistardeildin í Listaháskóla Íslands mun leggjast af? Hve lang- ur tími mun líða þangað til farið verður að flytja inn erlenda hljóð- færaleikara til að manna Sinfóníu- hljómsveit Íslands? Verða þá nöfn eins og Björk, Sig- urður Flosason, Víkingur Heiðar, Sigrún Eðvaldsdóttir (og hundruð til viðbótar) einhverjir verð mætir tónlistarsteingervingar í minni íslendinga? Það stórkostlega uppbyggingar- starf sem hófst með lagasetningu um starfsemi tónlistarskólanna í tíð Gylfa Þ. Gíslasonar, þáver- andi mennta- og menningarmála- ráðherra, er nú í bráðri hættu. Ef þessi boðaði niðurskurður verð- ur ekki dreginn til baka mun það varpa tónlistarmenntun og tón- listarmenningu Íslendinga 40-50 ár aftur í tímann. Besti flokkurinn og Samfylkingin í meirihlutan- um munu þá bera ábyrgð á þessu menningarslysi og geta þá eytt tíma sínum í að finna heppilega grafskrift á leiði tónlistarskólanna fyrir síðustu krónurnar sem fara í þennan málaflokk. SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Hve langur tími mun líða þangað til tónlistardeildin í Listaháskóla Íslands mun leggjast af? Enn um yfirvofandi menningarslys Tónlistarskólar Stefán Edelstein skólastjóri Tónmenntaskóla Reykjavíkur Síðla janúar var ég staddur í Tromsö í Norður-Noregi að kynna nýja stefnu Íslands um norðurslóðir á fjölmennri alþjóð- legri ráðstefnu. Sem ég var að halda úr háskólahlaðinu eftir langa ræðu og spurningaflóð komu á eftir mér tveir vaskir menn í litríkum klæðum frum- byggja norðursins. Þeir kváð- ust hreindýrakarlar, annar frá nyrstu svæðum Noregs en hinn alla leið af norðanverðri Síberíu, og voru fulltrúar alþjóðasamtaka hreindýrafólks. Erindið þessara merkismanna var tvíþætt. Þeir vildu þakka Íslandi fyrir kraft- mikinn stuðning við réttindamál þeirra, en ekki síður fyrir upp- byggingu langöflugustu vefgátt- ar um málefni norðurslóða. Ísland og hreindýrafólkið Heiðursmennirnir tveir vísuðu þar til Norðurslóðagáttarinnar, www.arcticportal.com, sem á síðustu árum hefur byggst upp með undraverðum hætti norður á Akureyri. Það kom mér nokk- uð á óvart, þegar þeir sögðu mér að helstu tengsl og samskipti hreindýrahirðingja og bænda í sjö löndum norðursins væru um íslensku vefgáttina. Þeir sögðu að nú væru á annað hundrað þúsund manns á norður hvelinu sem eiga líf sitt og afkomu undir hreindýrunum. Þeir dreifast um fámennustu og harðbýlustu svæði hins byggða heims. Langa hríð voru sam- skipti milli þeirra stopul og erfið. Nú hafa nýjungar í fjarskipta- tækni og nettenging afskekktra byggðar laga á norðurslóðum gjörbreytt möguleikum þeirra til innbyrðis samskipta og koma sjónarmiðum sínum á framfæri á alþjóðavettvangi. Það kom mér hins vegar á óvart, en gladdi mig mjög, að Ísland hefði lagt þar sitt pund á vogarskálarnar. Hreindýrakarlarnir lýstu því fyrir mér hversu mikil- væg íslenska norðurslóðagátt- in, Arctic Portal, hefði verið við að byggja upp tengsl milli dreifðra samfélaga innan þess- arar ævafornu atvinnugreinar. Hreindýrafólkið er þó síður en svo einu frumbyggjarnir sem njóta góðs af hinu íslenska frum- kvæði. Starfsmenn hennar styðja dyggilega við bakið á ýmsum frumbyggjasamtökum með fag- legri og tæknilegri aðstoð. Þetta hlutverk Norðurslóðagáttarinn- ar, sem þó er aðeins eitt af fjöl- mörgum, er vitaskuld frábært framlag gagnvart þessum nyrstu íbúum norður hvelsins. Um leið er það afar mikilvægur stuðningur við eitt af lykilstefjunum í nýrri norðurslóðastefnu Íslands, en í henni er mælt sérstaklega fyrir kröftugu liðsinni Íslands við rétt- indabaráttu frumbyggja norður- hjarans. Öflugasta norðurslóðagáttin Norðurslóðagáttin er vistuð hjá Háskólanum á Akureyri og afsprengi hans í merg og bein enda fyrrverandi rektor, Þor- steinn Gunnarsson, frumkvöð- ull að íslensku háskólastarfi um norðurslóðir. Hún er í dag rekin af metnaðarfullum hópi ungra sérfræðinga undir öflugri for- ystu Halldórs Jóhannssonar arki- tekts. Það var gaman að koma þangað í heimsókn á dögunum, og komast að því að flestir sem þar starfa, bráðum 14 talsins, brutu skurnina í útungunarvél Háskól- ans á Akureyri. Margir lögðu í árdaga frum- kvæði Norðlendinga lið, þar á meðal utanríkisráðuneytið. Það endurspeglar hins vegar ræki- lega það álit og virðingu sem Norðurslóðagáttin hefur áunnið sér í hinu alþjóðlega rannsókna- samfélagi að á síðasta ári var hún rekin næstum að öllu leyti fyrir erlent sjálfsaflafé. Má þar síðast nefna verkefni upp á 800 þúsund evrur sem tengist stóru alþjóð- legu verkefni um sífrerann á norðurslóðum. Upplýsing og kennsla Gáttin veitir aðgang að margvís- legum upplýsingum um norður- slóðir, s.s. yfirlit um norðursigl- ingar, orkumál, fiskveiðar og loftslagsbreytingar. Fjöldi norður- slóða samtaka vítt um norður hvelið hefur jafnframt sett þar upp vef- setur og vinnusvæði sín. Meðal þeirra má nefna tvo starfshópa Norðurskautsráðsins, Alþjóðlegu vísindanefndina um norður slóðir, Alþjóðasamtök félagsvísinda- manna á norðurslóðum og Rann- sóknarþing norðursins. Norðurslóðagáttin vinnur nú ásamt Háskóla norðurslóða að spennandi verkefni, sem felst í gerð heildstæðs námsgagna- og kennslukerfis til gagnvirkrar fjarkennslu í námskeiðum skól- ans. Háskólinn er samvinnunet fjölmargra háskóla á norður- slóðum og nemendur hans hafa aðgang að námskeiðum ann- arra skóla sem tengdir eru net- inu sem skiptinemar eða í gegn- um fjarnám og flestar íslenskar háskólastofnanir eru þátttakend- ur í þessu samstarfsneti. Sterk norðurslóðastefna Í tillögu til þingsályktunar um stefnu Íslands í málefnum norð- urslóða, sem ég hef lagt nýlega fram á Alþingi, er sérstaklega hvatt til þess að íslensk stjórn- völd styrki stöðu landsins sem miðstöðvar fyrir alþjóðlegt norð- urslóðastarf. Starfsemi Norður- slóðagáttarinnar sem teygir anga sína um allt norðurskautssvæðið og langt út fyrir það er frábært dæmi um slíka viðleitni. Fyrirtæki og stofnanir á norður slóðum hafa verið leiðandi í að þróa og nýta veftækni á sviði heilsugæslu, umhverfisvöktunar, varðveislu og miðlun menningar- arfs og síðast en ekki síst við fjarkennslu. Þátttaka í slíkum verkefnum felur í sér áhugaverð sóknarfæri fyrir íslenska tækni og þekkingu eins og starfsmenn Norðurslóðagáttarinnar á Akur- eyri hafa sannað. Þeir eiga heiður skilinn fyrir það. Akureyringar geta sannarlega glaðst yfir að sjá svo blómstrandi fífil spretta upp í túnjaðri sínum. Íslensk vefgátt að norðurslóðum Norðurslóðir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra Á annað hundrað þúsund manns á norðurhvelinu [...] eiga líf sitt og afkomu undir hreindýrunum. Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU GÓÐAR FRÉTTIR FYRIR SUÐURLAND Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 23 stöðum á Suðurlandi og 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing. Fjöldi lausasölustaða á Suðurlandi Suðurland Bónus, Selfossi Krónan, Selfossi N1 Fossnesti, Selfossi Olís, Selfossi Samkaup Úrval, Selfossi Bjarnabúð, Brautarhóli (Reykholti) Minni Borg, Grímsnesi Verslunin Árborg, Árnesi Þrastalundur, Grímsnesi Bónus, Hveragerði N1, Hveragerði Samkaup Strax, Laugarvatni Samkaup Strax, Flúðum Olís, Hellu Söluskálinn Landvegamótum, Hellu N1, Hvolsvelli Söluskálinn Björk, Hvolsvelli N1, Vík Krónan, Vestmannaeyjum N1, Vestmannaeyjum Olís, Vestmannaeyjum Skýlið, Vestmannaeyjum Vöruval, Vestmannaeyjum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.