Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 10
8. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR10 FRÉTTASKÝRING: Ferðalög forseta Íslands Forseti Íslands var tæp- lega 80 daga á ferðalögum erlendis á síðasta ári og hefur verið 22 daga erlend- is af 66 á þessu ári. Ferða- dögunum fækkaði verulega í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 en hefur nú fjölgað aftur. Utanlandsferðum Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, er nú farið að fjölga aftur, en hann dró verulega úr ferðalögum í kjölfar bankahrunsins. Forsetinn hefur verið erlendis í 22 daga af þeim 66 sem liðnir eru af árinu. Forsetinn hefur verið þriðjung þess hluta ársins 2011 sem liðinn er erlendis. Hann hefur farið í þrjár ferðir sem staðið hafa í sam- tals 22 daga. Hann er nú staddur á Ítalíu eftir fund með Benedikt XVI páfa. Ólafur fór alls tólf sinnum af landi brott á síðasta ári, og var erlendis í samtals 79 daga sam- kvæmt samantekt Fréttablaðsins. Tíu ferðir sem stóðu í samtals 56 daga voru vegna opinberra erinda og kostaðar af skattgreiðendum. Tvær ferðir sem stóðu í alls 23 daga voru farnar í einkaerindum og greiddi Ólafur Ragnar allan kostnað við þær úr eigin vasa, samkvæmt upplýsingum frá emb- ætti forseta Íslands. Á ferðalögum sínum í opinberum erindagjörðum á síðasta ári heim- sótti forsetinn samtals tíu lönd. Hann fór þrisvar til Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum. Þá heimsótti hann Austur- ríki, Grænland, Indland, Indónesíu, Kína, Portúgal, Rússland, Sviss og Svíþjóð það árið. Ferðalög forsetans á síðasta ári eru umtalsvert fleiri og lengri en árið 2009. Þá fór forsetinn í níu utanlandsferðir og eyddi 53 dögum í útlöndum. Þar af voru átta ferðir í opinberum erindagjörðum sem stóðu í 44 daga. Þegar forseti Íslands er erlendis fara forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstarétt- ar með forsetavald. Fyrir það fá Forsetinn fjölgar utanlandsferðunum þeir greiðslur frá embætti forseta Íslands, þriðjung af launum for- seta hver. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er gert ráð fyrir þessum útgjöldum í fjár- veitingum til forsetaembættisins. Þó utanlandsferðum forsetans hafi fjölgað aftur eru ferðalögin, dagarnir sem hann eyðir erlendis, ekki nálægt því að vera jafn margir og árið 2007, þegar hann var ríflega þriðjung ársins erlendis. Árið 2007 fór Ólafur Ragnar sautján sinnum til útlanda, þar af þrettán sinnum í embættis- erindum. Samtals var hann 131 dag erlendis, þar af 106 við skyldu- störf. Fyrri hluta árs 2008 sáust ekki miklar breytingar á ferðalögum forsetans. Ólafur fór tólf sinnum til útlanda árið 2008, þar af einu sinni í einkaerindum. Hann var samtals 91 dag erlendis, þar af ell- efu á eigin vegum. Eftir bankahrunið í byrjun októ- ber 2008 fór hann aðeins einu sinni til útlanda það sem eftir var árs- ins, og það var í einkaerindum en ekki í opinberum erindagjörðum. Ólafur fór raunar ekki af landi brott í embættiserindum fyrr en í maí 2009 þegar hann sótti smá- þjóðaleikana á Kýpur. Utanlandsferðir Ólafs Ragnars Grímssonar frá ársbyrjun 2007 2007 ja n. fe b. m ar . ap r. m aí jú n. jú l. ág ú. se p. ok t. nó v. de s. ja n. fe b. m ar . ap r. m aí jú n. jú l. ág ú. se p. ok t. nó v. de s. ja n. fe b. m ar . ap r. m aí jú n. jú l. ág ú. se p. ok t. nó v. de s. ja n. fe b. m ar . ap r. m aí jú n. jú l. ág ú. se p. ok t. nó v. de s. ja n. fe b. m ar . 2008 2009 2010 2010 20 15 10 5 0 Ferðast víða Utanlandsferðum forseta Íslands fækkaði nokkuð í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Þó að ferðunum hafi fjölgað aftur, eins og sjá má hér að ofan, eru þær ekki jafn margar og á árinu 2007 og á fyrri hluta ársins 2008. Hér að neðan má sjá fjölda ferðadaga forsetans frá upphafi árs 2009, brotið niður á mánuði ársins. Þar sést glöggt hvernig dró úr ferðalögum forsetans eftir hrunið, og hvernig þeim hefur nú fjölgað aftur. 2007 2008 2009 2010 2011 Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, heimsótti tíu lönd í opinberum ferðalögum sínum í fyrra og hefur heimsótt þrjú lönd það sem af er ári. Hér eru nokkur dæmi um ferðir forsetans. ■ Í janúar 2010 fór Ólafur Ragnar í opinbera heimsókn til Indlands þar sem hann tók meðal annars á móti Nehru-verðlaununum. ■ Í janúar 2010 heimsótti forsetinn Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til að sitja Heims- þing hreinnar orku. ■ Í mars 2010 fór forsetinn til indónesísku eyjarinnar Balí og flutti ræðu við setningu Heimsþings um jarðhita. ■ Í júní 2010 tók Ólafur Ragnar þátt í hátíðarhöldum í Svíþjóð vegna brúðkaups krónprinsess- unnar. ■ Í nóvember 2010 var forsetinn viðstaddur útför Jonathans Motzfeldt, fyrrverandi formanns landsstjórnar Grænlands. ■ Í nóvember 2010 fór forsetinn aftur til Abu Dhabi, nú sem heiðurs- gestur við vígslu tækniháskóla. ■ Í janúar 2011 fór Ólafur Ragnar aftur til Abu Dhabi til að sitja Heimsþing hreinnar orku. ■ Í janúar 2011 sat forsetinn Alþjóða efnahagsþingið í í Sviss. ■ Í febrúar 2011 flutti Ólafur Ragnar setningarræðu á þingi Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna í New York. Til útlanda í ýmsum erindagjörðum Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is NISSAN JUKE Framhjóladrifinn, sjálfskiptur, 1.6 b eyðsla 6,3 l/100km, CO2 losun 14 3.850.000 kr. / 44.221 kr. NISSAN QASHQAI 5 manna 4WD, sjálfskiptur, 2.0 be eyðsla 8,2 l/100km, CO2 losun 18 4.990.000 kr. / 57.227 kr *Mán.greiðsla m.v. 30% útb. og bílasam Nýr Nissan X-Trail er stærri og rúmbetri en flestir bílar í sama flokki. Þessi vinsæli jeppi er nú fáanlegur í nýrri og uppfærðri útgáfu. Kraftmikil dísilvél, sjálfskipting, eitt fullkomnasta fjórhjóladrif sem völ er á, þráðlaus símabúnaður, skriðstillir, fullkomin hljómflutningstæki og aksturstölva er allt staðalbúnaður í Nissan X-Trail. Kíktu til okkar og reynsluaktu nýjum Nissan X-Trail. Allar nánari upplýsingar á www.nissan.is DÍSIL Verð frá: 5.990.000 Eyðsla: 7.1 l/100 km CO2 losun: 188 g/km E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 7 3 0 NISSAN NOTE 1.4, eyðsla 5,9 l/100km, CO2 losu 1.6, eyðsla 6,6 l/100km, CO2 losu Frá 2.490.000 kr. / 28.870

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.