Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 26
8. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR18 timamot@frettabladid.is Hefð hefur skapast fyrir íslenskri samkomu í Jónshúsi í Kaupmanna- höfn á alþjóðlegum baráttudegi kvenna allar götur síðan 2007 þegar Guðrún Ágústsdóttir, þáverandi sendiherrafrú, kallaði saman konur á ýmsum aldri í undirbúningsnefnd. Dagskráin í ár hefst á erindi Erlu Sigurðardóttur, blaðamanns og þýð- anda, um íslenska kvennahópa sem störfuðu í Kaupmannahöfn á árunum 1979 til 1982, en erindið kallar hún: „Þegar Guð skapaði manninn var hún bara að grínast.“ „Hóparnir voru gróðurhús íslenskra femínista sem drukku í sig dönsk áhrif á miklum umbrotatímum þegar konur hættu að skammast yfir ástandinu og einblína á galla karlasamfélagsins, en unnu þess í stað að kvenlegri sköpun á öllum sviðum samfélagsins,“ segir Erla um hópana sem hún skilgreinir sem samtök kvenna af erlendum uppruna. „Íslenskar námskonur í Danmörku upplifðu nýja hugsun í fræðum og list- um. Í kjölfarið fóru þær að skoða hlut kvenna í menningarsögunni og þaðan sprettur hugtakið „reynsluheimur kvenna“ sem oft bar á góma í Kvenna- framboðinu stuttu síðar,“ segir Erla um íslenskar námsmeyjar sem gerðu sig ekki heimakomnar í dönskum háskólaumræðum og aðgerðum. „Við prófuðum því aðferðir danskra rauðsokka og völdum flatt skipulag, þar sem enginn var yfir og enginn undir, og konur gátu greint persónu- lega reynslu sína í litlum grunnhópum og þannig fyllst eldmóði,“ segir Erla. Saman stóðu kvennahóparnir fyrir ýmsum samkomum ásamt því að gefa út blaðið Forvitin rauð í Kaupmanna- höfn árið 1981, í samstarfi við rauð- sokkur heima á Íslandi. „Þar varð konum allt milli himins og jarðar að yrkisefni, hvort sem það var barnagæsla, hálfsdagsvinna kvenna, sovéskar konur í útlegð, öðruvísi sam- býlisform, umhverfismál, meint fyr- irtúrabrjálæði, fóstureyðingar, réttur kvenna til kynlífs eða áhættusemi p- pillunnar, en við ungu konurnar vorum fullar efasemda um þá efnablöndu sem olli ýmsum aukaverkunum,“ segir Erla. Formlegu starfi kvennahópanna lauk vorið 1982, en áhrifa þeirra gætti víða í íslensku nýlendunni næstu árin meðan aðrar kvennanna fóru til Íslands og tóku virkan þátt í stofn- un Kvennaframboðs og Kvennalista, þeirra á meðal Kristín Ástgeirsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Guð- rún Ögmundsdóttir. „Íslenskar konur voru galopnar fyrir breytingum og þótt við tækj- um ekki virkan þátt í starfi danskra rauðsokka var veruleiki okkar mitt á milli þar sem við lærðum, meltum og skildum þessa nýju hugsun af áhorf- endabekkjunum. Það setti mark sitt á okkur allar og það sem við seinna tókum okkur fyrir hendur,“ segir Erla. Allir eru velkomnir í Jónshús í dag, bæði konur og karlar. Dagskráin hefst klukkan 19 og er í samstarfi við íslenska kvennakórinn í Kaupmanna- höfn undir stjórn Sigríðar Eyþórs- dóttur og í ár Konukvöldin í Jónshúsi. Eftir erindi Erlu tekur Drífa Snædal íslenska kvennabaráttu inn í nútímann og að síðustu kynnir Rebekka Rún Rósudóttir Mitra, 15 ára, heimildar- myndina Murder um hlutskipti kvenna í Níkaragva eftir að fóstureyðingar voru bannaðar þar í landi 2008. thordis@frettabladid.is ALÞJÓÐLEGUR BARÁTTUDAGUR KVENNA ER Í DAG: HÁTÍÐ HALDIN Í JÓNSHÚSI Gróðurhús íslenskra femínista 53 BRESKI TÓNLISTARMAÐURINN GARY NUMAN ER 53 ÁRA.„Ég er með Asperger-heilkenni sem er vægt tilbrigði af einhverfu. Þess vegna kann ég ekki að haga mér almennilega við ákveðnar félagslegar aðstæður.“ KVENNADAGUR Í JÓNSHÚSI Erla Sigurðardóttir, sem í dag heldur erindið „Þegar Guð skapaði manninn var hún bara að grínast“ í Jónshúsi, hefur búið og starfað sem blaðamaður og þýðandi í Kaupmannahöfn síðastliðin 33 ár. MYND/JOSÉ VAZ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Guðrún Erlendsdóttir Sæbóli, Blönduósi lést í faðmi fjölskyldu sinnar á hjúkrunarheimilinu Mörk, sunnudaginn 6. mars sl. Útförin auglýst síðar. Gísli Ófeigsson Ester Garðarsdóttir Sigrún Guðmundsdóttir Ásgeir Axelsson Þórarinn Baldursson Guðrún Kristinsdóttir Magnús E. Baldursson Helga I. Sigurðardóttir Þrándur Ó. Baldursson Emilía Stefánsdóttir Sigurbjörg H. Baldursdóttir Hreiðar Margeirsson Steinvör M. Baldursdóttir Friðrik Steingrímsson Sigurlaug B. Baldursdóttir Eiríkur Garðarsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir og afi, Robert Geiger Cook prófessor emeritus í enskum bók- menntum, Fossagötu 5, lést á líknardeild Landspítala í Kopavógi 4. mars. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 11. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Gerda Cook Bodegom Kristin Cook Gailloud Edward Cook Kitty Cook Leslie, Matthew, Anna. Okkar ástkæri Kristinn Vignir Helgason Heiðnabergi 11, Reykjavík, lést að heimili sínu 5. mars. Útför hans fer fram frá Langholtskirkju 14. mars kl. 13.00. Jófríður Björnsdóttir Helgi Vignir Kristinsson Ásgerður Jófríður Guðbrandsdóttir Þráinn Kristinsson Sigurborg Kristjánsdóttir Inga Rún Kristinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg systir mín, Guðrún Eyjólfsdóttir frá Hofi í Öræfum og síðar Dalbraut 27, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánudaginn 28. febrúar. Útför fer fram frá Áskirkju föstudaginn 11. mars klukkan 13.00. Þuríður Eyjólfsdóttir Thor Vilhjálmsson rithöfundur lést í Reykjavík miðvikudaginn 2. mars síðastliðinn. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 11. mars kl. 15.00. Margrét Indriðadóttir Örnólfur Thorsson Margrét Þóra Gunnarsdóttir Guðmundur Andri Thorsson Ingibjörg Eyþórsdóttir Margrét Edda Örnólfsdóttir Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir Gunnar Thor Örnólfsson Svandís Roshni Guðmundsdóttir Sólrún Liza Guðmundsdóttir Ástkæra eiginkonan mín, móðir, tengdamóðir, fósturmóðir og amma, Ásta Björnsdóttir Leirubakka 30, 109 Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 5. mars. Útförin verður auglýst síðar. Guðjón Sveinbjörnsson Björn S. Stefánsson Þorgerður Sigurjónsdóttir Stella Stefánsdóttir Ásmundur Reykdal Hulda Sigurvinsdóttir Halldór Sigurðsson Logi A. Guðjónsson Jóhanna Jóhannesdóttir Sveinbjörn Guðjónsson Guðmundur Guðjónsson Jón Ívar Guðjónsson Árný J. Guðmundsdóttir Jóhann T. Sigurðsson og barnabörn Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Sigurður Ágúst Kristjánsson Ásgarði 121, sem lést 26. febrúar á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 9. mars kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnadeildina Ingólf, Reykjavík. Svala Aðalsteinsdóttir Aðalheiður Sigurðardóttir Sólrún Ósk Sigurðardóttir Árni V. Sigurðsson Ester Sigurðardóttir Andrés B. Bergsson Hjálmar Guðni Sigurðsson Shelley Sigurdsson Jóhannes Ari Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, Ólafur Agnar Jónasson fyrrverandi yfirflugvélstjóri, lést á hjúkrunardeild Hrafnistu sunnudaginn 6. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Jónsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.