Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 8
8. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR8 VIÐSKIPTI Mat á verði eigna Kaupþings banka jókst um 135 milljarða króna á árinu 2010. Hækkunin nemur 17 prósentum. „Þá hefur verið leiðrétt fyrir áhrifum vegna 12 prósenta styrkingar á gengi krónunnar á tímabilinu,“ segir í tilkynningu skilanefndar bankans. Óveðsettar eignir bankans eru metnar á 817 milljarða króna, að því er fram kemur í fjárhagsupplýsingum í skýrslu fyrir kröfu- hafa bankans. Fram kemur að stór hluti lánasafns Kaup- þings hafi verið endurskipulagður á árun- um 2009 og 2010. „Þegar leiðrétt hefur verið fyrir gengisáhrifum nemur raunaukning á virði eigna á árinu 2010 alls 135 milljörðum króna, en til samanburðar nam raunverðmæta- aukning 129 milljörðum króna á árinu 2009. Án leiðréttingar fyrir gengisáhrifum nam verð- hækkun eigna 48 milljörðum króna á árinu 2010 og 214 milljörðum króna á árinu 2009.“ Þá kemur fram að þóknanatekjur af starf- semi skilanefndar á árinu 2010 hafi numið um 1,3 milljörðum króna, en þær standa straum af rekstri eignasafnsins á Íslandi. Heildarrekstrarkostnaður bankans á árinu 2010 var 6,5 milljarðar króna sem er 0,29 prósent af nafnvirði heildareigna sem námu 2.251 milljarði króna við árslok 2010. Stærst- ur hluti kostnaðarins, eða um 60 prósent, er til kominn vegna aðkeyptrar sérfræðiráð- gjafar sem nam tæplega fjórum milljörðum króna. - óká Kostnaður við rekstur Kaupþings nemur 0,29 prósentum af heildareignum: Virði eigna bankans jókst um 135 milljarða STAÐAN KYNNT Frá kynningarfundi fyrir kröfuhafa í desemberbyrjun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fylgstu með stærsta og fjölmennasta Reykjavíkurskákmótinu frá upphafi. Á mótinu keppa um 30 stórmeistarar og eru þar á meðal margir af þekktustu og sterkustu skákmönnum heims. Teflt er í Ráðhúsinu og hefjast skákirnar kl. 16:30. Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is MP banki er meginbakhjarl Vetrarhátíðar í Reykjavík MP Reykjavíkur- skákmótið 2011 Í Ráðhúsi Reykjavíkur, 9.-16. mars Taktu þátt í skemmtilegri getraun á staðnum. Þú gætir unnið gjafakort frá MP banka. 1. Hver er áætluð velta fyrirtækja í 101 Reykjavík? 2. Hvað heitir formaður Banka- sýslu ríkisins? 3. Hvað heitir þjálfari karlaliðs Snæfells í körfubolta? SVÖR 1. 300 milljarðar króna. 2. Elín Jónsdóttir. 3. Ingi Þór Steinþórsson Gas hitablásari 15Kw 18.900 Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa 6.490 Rafmagnshitablásari 5Kw 3 fasa 11.900 EURO handklæðaofn beinn hvítur 50x80 cm 7.290 EURO Panelofn 50x120 cm 12.390 MARGAR STÆRÐIR FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir. HEILBRIGÐISMÁL Sjúkratrygging- ar Íslands greiddu 407 milljónir fyrir svæfingar árið 2009. Alls voru framkvæmdar 17.242 svæf- ingar á Landspítalanum á síðasta ári, sem voru flestar tengdar við skurð aðgerðir, eða um 12.700. Kostnaður við svæfingu í krans- æðahjáveituaðgerð kostar 402 þús- und krónur og voru gerðar 115 slíkar aðgerðir á Landspítalanum á síðasta ári, sem gerir kostnað við svæfingarnar einar rúmar 46 milljónir króna. Nils Christian Nielsen, lækn- ingaforstjóri Landspítalans, segir afar sjaldgæft að eitthvað komi upp á í svæfingum. Algengustu vandamálin séu þegar tennur sjúklinga brotni þegar verið sé að koma fyrir öndunarvélum. „Það er innan við eitt prósent til- vika þegar eitthvað kemur upp á,“ segir Nils. „Og alvarlegar uppá- komur eru afar sjaldgæfar.“ Helga H. Bjarnadóttir, deildar- stjóri hjá hag- og upplýsingadeild Landspítalans, segir að ástæður vegna aukins kostnaðar við svæf- ingar séu meðal annars þær að aðgerðirnar séu sífellt að verða flóknari. „Tækninni er sífellt að fleyta fram og við erum farin að fram- kvæma fleiri aðgerðir hér heima sem voru áður sendar erlendis,“ segir Helga. Kostnaður við svæf- ingar liggi mestmegnis í launum starfsfólksins á meðan á svæfingu stendur. - sv Alls voru 17.242 svæfingar framkvæmdar á Landspítalanum í fyrra: 407 milljónir fyrir svæfingar 2009 AÐGERÐ UNDIR SVÆFINGU Alls voru 12.700 gerðar 12.700 svæfingar á Land- spítalanum í fyrra sem voru tengdar við aðgerðir. LÍBÍA, AP Bandaríkjastjórn og Atlantshafsbandalagið eru að skoða möguleika þess að grípa með hervaldi inn í atburðarásina í Líbíu, þar sem Múammar Gaddafí situr sem fastast en uppreisnar- sveitir hafa náð stórum hluta landsins á sitt vald. Jay Carney, talsmaður Hvíta hússins, sagði að meðal þess sem til greina kemur, sé að samþykkja flugbann yfir Líbíu. Bretar og Frakkar eru þegar byrjaðir að semja ályktun um flugbann, sem leggja á fyrir Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna. Hann sagði þó að ekki væri efst á listanum að senda bandarískan landher inn í Líbíu. Rússar ítrekuðu í gær andstöðu sína við allar alþjóðlegar hernaðar- aðgerðir í Líbíu, þar á meðal flug- bann. Bent hefur verið á að flugbann verði ekki framkvæmanlegt nema með því að eyðileggja fyrst loft- varnakerfi Líbíuhers, svo hægt verði að fljúga erlendum her- þotum yfir landið til að fram- fylgja flugbanninu. NATO hefur þegar ákveðið að efla eftirlitsflug yfir Líbíu, þann- ig að því verði hér eftir haldið úti allan sólarhringinn. Þá er NATO að kanna möguleika til að aðstoða við hjálparstörf. Liðsmenn Gaddafís hafa undan- farna daga gert loftárásir á upp- reisnarmenn nálægt borgum, sem barist er um. Bardagar hafa geis- að, meðal annars í höfuðborginni Trípolí. Í gær voru gerðar loftárásir á uppreisnarmenn skammt frá Ras Lanuf, olíuhöfn við Miðjarðar- hafið sem uppreisnarmenn hafa haft á valdi sínu. Vegna loft- árásanna hefur hægt á tilraunum uppreisnar manna til að ráðast inn í höfuðborgina Trípolí, þar sem Gaddafí og liðsmenn hans hafa höfuðstöðvar. Uppreisnarmenn segjast bíða eftir því að flugbann verði sam- þykkt en segjast ekki vilja inn- rás erlends landhers. Þeir segj- ast geta barist við hersveitir Gaddafís, jafnvel þótt þær séu vopnaðar skriðdrekum og flug- skeytum, en árásir flughersins ráða þeir ekkert við. Margt bendir til þess að lang- vinn borgarstyrjöld sé hafin í Líbíu, sem gæti staðið vikum eða jafnvel mánuðum saman. Gaddafí er sagður ráða yfir mjög öflugum flugher, en hefur þó ekki beitt honum af fullum krafti til þessa. gudsteinn@frettabladid.is Bandaríkjamenn útiloka ekki afskipti Uppreisnarmenn í Líbíu segjast bíða eftir að flugbann verði samþykkt. Bæði Bandaríkin og NATO kanna nú möguleika á flugbanni yfir Líbíu eða öðrum hernaði, en Rússar eru sem fyrr á móti allri erlendri hernaðaríhlutun. SPRENGJUÁRÁS SKAMMT FRÁ RAS LANUF Uppreisnar- menn hlaupa í skjól þegar sprengjurnar springa. NORDICPHOTOS/AFP VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.