Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Agave-síróp, sem margir nota í staðinn fyrir sykur, er unnið úr sætum kjarna agave-jurtarinnar. Magn ávaxtasykurs er óvenju hátt í sírópinu og er meira en 50 prósent af kolvetnisinnihaldi. Af þeim sökum er hægt að nota umtalsvert minna af agave en hvítum sykri til að ná fram tilætluðum sætuáhrifum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ellen Margrét Bæhrenz sigraði í sólóballettkeppni Fíld og dansar í Falun í sumar. Dansandi frá þriggja ára aldri É g byrjaði að dansa þegar ég var þriggja ára,“ segir Ellen Margrét Bæhrenz, sem bar sigur úr býtum í sólóballettkeppni Fíld á dögunum. „Fyrst var ég í Ballettskóla Eddu Scheving en fór þegar ég var níu ára í Listdansskóla Íslands og er þar enn.“ Keppnin sem Ellen sigraði í er undankeppni fyrir Stora Daldansen, sem er árleg norræn/ baltnesk sólóballettkeppni í Svíþjóð. Ellen tók þátt í þeirri keppni í fyrra og varð í þriðja sæti; ætlar hún að gera betur í ár? „Ég geri allavega mitt besta, en það er ekki hægt að ákveða slíkt fyrir fram,“ segir hún hlæjandi. Ellen segist stefna á að gera ballettinn að aðalat- vinnu í framtíðinni og er þessa dagana að velta því fyrir sér hvert hún eigi að fara í framhaldsnám. Hún er þó ekkert að falla á tíma því átján ára afmælið er nýafstaðið. „Það er ekki alveg á hreinu að ég fari út,“ segir hún. „En mig langar mjög mikið til þess og stefni að því.“ fridrikab@frettabladid.is Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓT BITAFISKUR -næring fyrir líkama og sál Patti Húsgögn Íslensk framleiðsla Landsins mesta úrval af sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 Þú getur fengið þennan sófa útfærðan að þínum óskum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.