Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 38
8. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR30 BESTI BITINN Í BÆNUM „Það er Langbest, sem er veitingastaður í Keflavík. Þar fær maður pitsur, ostastangir og brauðstangir, allt sem mér finnst rosalega gott.“ Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, Ungfrú Reykjavík. „Kynþokkinn var of mikill fyrir ungstirnið. Þessi óbeislaði, þroskaði kynþokki íslenska grín- istans,“ segir Þorsteinn Guðmundsson, höfundur og aðalleikari gamanmyndarinnar Okkar eigin Osló. Okkar eigin Osló var frumsýnd fyrir helgi og fór beint á topp aðsóknarlistans um helgina. Rúmlega 4.000 manns sáu myndina, sem skaut söngvaranum Justin Bieber og mynd hans Never Say Never, niður í fimmta sæti listans. Árangurinn er áhugaverður í ljósi þess að Bieber-æði var lýst yfir í Fréttablaðinu fyrir helgi. Ungar stúlkur sem aldnar þyrptust á myndina og komu margar grátandi út eftir að hafa séð kanadíska hjartaknúsarann á hvíta tjaldinu. En lendir Þorsteinn í því að grátandi stúlkur hrópi nafn hans á götum úti? „Ekki svo mikið, sko,“ segir hann og hlær. „Ég finn samt fyrir því, í fullri hreinskilni, þegar ég fer í matvöruverslanir og svona, að fólk á erfitt með að horfa í augun á mér. Það er eins og það fari alltaf að horfa á rass- inn á mér eða líti á mig sem eitthvert kjötflykki. Ég er með tilfinningar. Ég er manneskja. Þetta er óþægilegt.“ Þorsteinn er gríðarlega ánægður með viðtökurnar á Okkar eigin Osló, en myndin er sú fyrsta sem hann fer með aðalhlutverkið í. „Ég er bara svo feginn,“ segir hann. „Maður er að skila af sér verki og við fáum fínar viðtökur og fjórar stjörnur hjá flestum gagnrýnendum, sem er ekki algengt með gamanmyndir.“ - afb Óbeislaður kynþokki Þorsteins felldi Bieber EKKI EITTHVERT KJÖTFLYKKI Þorsteinn Guðmundsson ítrekar að hann sé mann- eskja með tilfinningar, en hann skaut kanadíska sjarmatröllinu Justin Bieber ref fyrir rass í bíóhúsum landsins um helgina. „Ég ætla ekki að vera virkur í tónleikahaldi, enda hef ég ekki áhuga á því. Það er erfitt að vera tónleikahaldari á Íslandi,“ segir Grímur Atlason, framkvæmda- stjóri Iceland Airwaves hátíðar- innar. Grímur hefur verið ráðinn í fullt starf við hátíðina. Hann var ráð- inn í hálft starf í fyrra og stýrði hátíðinni í fyrsta skipti í október sama ár. Í samningi sem gerð- ur var við Grím er ákvæði sem meinar honum að standa í inn- flutningi á erlendum hljómsveit- um, en hann hefur staðið í slíkum rekstri síðustu ár og kemur að tón- leikum bresku hljómsveitarinnar Hurts í þessum mánuði. Tónleika- haldarinn Kári Sturluson gagn- rýndi aðkomu Gríms að tónleikum Hurts í Fréttablaðinu á dögunum. Sagði hann Grím nýta tengsl í krafti opinberrar stöðu sem fram- kvæmdastjóri Iceland Airwaves í eigin rekstri. Anna Hildur Hildi- brandsdóttir, framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN), sem heldur utan um Iceland Airwaves, og stjórn ÚTÓN töldu ekki að um hagsmuna- árekstra væri að ræða. Anna Hildur segir að ÚTÓN hafi ekki getað skipt sér af því hvern- ig Grímur aflaði sér tekna þegar hann var aðeins í hálfu starfi við hátíðina. „Það var skilningur á því frá upphafi að ef starfshlutfallið myndi breytast myndi hann ekki sinna innflutningi á hljómsveit- um,“ segir hún. Grímur Atlason segist ekki hafa áhuga á því að halda stóra tónleika á eigin vegum. Hann segir ákvæð- ið um tónleikahald hans eðlilegt í fámenninu á Íslandi. „Hins vegar er alveg sama hvað ég geri á Íslandi, eða einhver. Maður er allt- ANNA HILDUR HILDIBRANDSDÓTTIR: ÞETTA LÁ FYRIR FRÁ UPPHAFI Grími meinað að flytja inn hljómsveitir á eigin vegum KOMINN Í FULLT STARF Grímur Atlason er kominn í fullt starf við Iceland Airwaves. Samkvæmt samningi sem gerður var við Grím má hann ekki standa í innflutningi á hljómsveitum á eigin vegum. Tónleikahaldarinn Kári Sturluson hafði gagn- rýnt Grím fyrir aðkomu að tónleikum bresku hljóm- sveitarinnar Hurts þegar Grímur var í hálfu starfi sem framkvæmdastjóri Airwaves. „Ég er rosalega stolt af sigrinum,“ segir Lilja Móses dóttir alþingismaður. Stuttmyndahátíðin Northern Wave var haldin í Grundarfirði um helgina. Venju samkvæmt var efnt til fiskisúpukeppni í bænum af þessu tilefni og vann saumaklúbbur Lilju keppnina. Sauma- klúbburinn, sem Lilja skipar ásamt níu skólasystr- um sínum úr Versló, kallast Samheldni og síðast- liðin þrjátíu ár hafa þær hist einu sinni í mánuði. „Þetta var allt saman ákveðið. Í tilefni af fimm- tugsafmælisárinu okkar ákváðum við að taka þátt í keppninni og vinna hana,“ segir Lilja ákveðin. „Við fundum saman grunnuppskrift að súp- unni sem við svo breyttum. Það tók þrjá tíma að elda súpuna og það var nokkuð erfitt, enda þarf að vera bragð af henni en kryddið má ekki yfirgnæfa fiskinn,“ segir Lilja, en alls kepptu átta súpur um sigurinn. Landsliðskokkurinn Hrefna Rósa Sætran dæmdi í keppninni. Lilja er Grundfirðingur og systir hennar Dögg er framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Lilja kannast vel við kenningar þess efnis að úrslitum keppninnar hafi verið hagrætt. „Það náttúrlega trúir því eng- inn að ég hafi unnið þetta upp á mitt einsdæmi. En þetta er reyndar í annað skiptið sem ég tek þátt. Í fyrra skiptið var ég ein og þá vann ég ekki,“ segir hún í léttum tón. Aðspurð segir Lilja að helgin hafi verið mjög skemmtileg og þær vinkonurnar hafi notið hennar í botn. „Það var mjög gott úrval af myndum og maður gat alveg gleymt sér í bíóinu. Hins vegar var mikið spilað af teknótónlist þarna á kvöldin, sem ég var kannski orðin aðeins of gömul fyrir.“ - hdm Þingkona vann fiskisúpukeppni SIGURVEGARAR SÚPUKEPPNINNAR Lilja Mósesdóttir, önnur frá hægri, og vinkonur hennar í saumaklúbbnum Samheldni unnu fiskisúpukeppnina á Grundarfirði. MYND/DÖGG MÓSESDÓTTIR af tengdur öllu, alltaf með frændur sína og frænkur, afa sinn og ömmu að gera eitthvað rosa fínt,“ segir hann. Þrátt fyrir að hafa verið í hálfu starf við hátíðina í fyrra segir Grímur að hann og annað starfs- fólk hátíðarinnar hafi unnið í 100 til 200 prósent starfi, en fengið borgað fyrir hálft starf eða minna. „Það var ekki rakið að þetta myndi ganga upp. Til að keyra hátíðina upp þurfti að gera mjög margt, en það var ekki til mikill peningur,“ segir hann. Þannig að munurinn er sá að nú færðu borgað fyrir vinnuna? „Já, en ég ætla ekki að fara að grenja. Ég réði mig upp á þessi býtti.“ atlifannar@frettabladid.is Aðalfundur ADHD samtakanna verður haldinn kl. 20:00 þriðjudaginn 15. mars 2011 að Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir! Nánari upplýsingar á www.adhd.is Aðalfundur ADHD samtakanna H é ra ð sp re n t KAUPTHING MANAGER SELECTION Société d’Investissement à Capital Variable Registered office: 14 boulevard Royal, L-2449 LUXEMBOURG RC Luxembourg B 72.942 NOTICE TO THE SHAREHOLDERS The Board of Directors of Kaupthing Manager Selection has decided to change the reference benchmark of the sub-fund KAUPTHING MANAGEMENT SELECTION – BRIC from the MSCI Emerging Markets to MSCI BRIC. The updated prospectuses dated January 2011 shall be available from the registered office of the SICAV and at the following paying agent Arion banki hf., Borgartúni 19, IS- 105 Reykjavík Luxembourg, 8th March 2011. on behalf of the Board of Directors FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ERU ENGIN HÖFT Í VIÐSKIPTUNUM Á VÍSI m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.