Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 34
8. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR26 sport@frettabladid.is KATRÍN JÓNSDÓTTIR , fyrirliði kvennalandsliðsins, skráði nafn sitt í sögu- bækurnar í gær er hún lék sinn 105. A-landsleik. Hún er þar með orðinn leikjahæsti leikmaður íslenskra A-landsliða en gamla metið átti Rúnar Kristinsson. FÓTBOLTI Knattspyrnudeild Vík- ings leitar nú logandi ljósi að arf- taka Leifs Sigfinns Garðarssonar sem félagið rak í síðustu viku. Það styttist í að Íslandsmótið hefjist og Víkingar verða að hafa hraðar hendur. Efstur á óskalista félagsins var Húsvíkingurinn Ásmundur Arnars son, þjálfari Fjölnis, en hann gaf Víkingum afsvar í gær. „Ég get staðfest að ég heyrði í Víkingum, sem er auðvitað mik- ill heiður. Mér leist mjög vel á það sem þeir höfðu fram að færa. Félagið er mjög heillandi og spenn- andi,“ sagði Ásmundur við Frétta- blaðið. „Þetta var erfið ákvörðun og reyndi ég að taka tillit til margra þátta. Víkingur er í úrvalsdeild- inni, með öflugan leikmannahóp og góða umgörð. En það er stutt í mót og fullt af góðum hlutum í gangi í Grafarvoginum. Því fannst mér ekki rétt á þessum tímapunkti að stíga frá því verkefni.“ Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa Víkingar nú beint sjónum sínum að Andra Marteinssyni, þjálfara Hauka. Jón Björn Skúlason, formaður knattspyrnudeildar Hauka, stað- festi við Fréttablaðið í gær að félagið hefði gefið Andra leyfi til þess að ræða við Víkinga. Heim- ildir Fréttablaðsins herma einnig að Magnús Gylfason muni taka við Haukaliðinu, fari svo að Andri fari til Víkings. Björn Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, var ekki á landinu í gær en kemur til landsins í dag og þá verða hjól- in sett á fullt í Víkinni. Aðrir stjórnar menn ræddu við Andra í fjarveru Björns í gær og sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins eru ágætar líkur á því að samning- ar takist. - hbg, esá Víkingar leita enn að arftaka Leifs Garðarssonar en þeirra fyrsti kostur, Ásmundur Arnarsson, gaf afsvar: Andri Marteinsson efstur á óskalista Víkings Á LEIÐ Í VÍKINA? Andri Marteinsson sat að samningaborðinu með Víkingum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Stelpurnar okkar skrifuðu íslenska knattspyrnusögu upp á nýtt í gær með 1-0 sigri á Dönum. Sigurinn tryggði liðinu farseðil í úrslitaleik Algarve-mótsins þar sem liðið mætir Bandaríkjun- um sem eru líklega með besta lið heims. Þetta er einstakur árangur en Ísland hafði best náð sjötta sæti í mótinu. Þetta er í sjöunda skipti sem Ísland tekur þátt í mótinu. Stelpurnar hafa verið í hreint frábæru formi á mótinu og lagt bæði Svíþjóð og Danmörk í fyrsta skipti. Svíþjóð er í fjórða sæti á heimslistanum. „Þetta er ævintýri sem heldur endalaust áfram og nú er það úrslitaleikur. Allir leikirnir hafa verið vel spilaðir hjá liðinu og við gefið fá færi á okkur. Vörnin hefur verið alveg frábær á þessu móti og fjölmargir leikmenn að stórbæta sinn leik. Varamenn hafa einn- ig verið að leysa sín hlutverk vel og þetta er alveg frábær árangur hjá stelpunum,“ sagði afar kátur þjálfari íslenska liðsins, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, eftir leik. Það er óhætt að segja að íslenska liðið hafi komið skemmtilega á óvart í mótinu enda búið að vinna alla leiki sína til þessa. Hvernig útskýrir þjálfarinn það að liðið sé í þetta góðu standi núna? „Við erum ekki í toppleikæfingu en breiddin er að aukast. Svo eru það leikmennirnir sem hafa verið í atvinnumennsku kannski í tvö ár og hafa bætt leik sinn mikið. Það er alveg ljóst að því lengur sem okkar bestu menn spila erlendis, þeim mun betra verður landsliðið. Stelpurnar eru líka komnar með góða reynslu, hafa gengið í gegn- um lokakeppni stórmóts. Þess utan eru ungir og efnileg- ir leikmenn að koma upp og marg- ir þeirra eru komnir með góða reynslu líka. Það hjálpast allt að,“ sagði Sigurður og bætti við að einnig skipti máli að stelpurnar væru vel inni í þeirri taktík sem liðið spilaði. Allir þekktu sín hlut- verk vel. „Það hefur verið stöðugur stíg- andi hjá þessu liði. Við klifrum sífellt ofar á þessum heimslista enda er liðið að styrkjast. Ég held að þetta lið geti náð enn lengra en það hefur gert. Liðið hefur sýnt að á góðum degi getur það unnið lið sem eru hærra skrifuð. Við vitum að við getum náð árangri gegn öllum þeim liðum sem við mætum. Það býr mikið í þessu liði og meira en það hefur sýnt hingað til. Stelpurnar hafa verið frábærar í þessu móti og eru að skrifa söguna upp á nýtt,“ sagði Sigurður Ragnar en hann vonast til þess að stelpurnar séu búnar að stimpla sig inn á meðal þeirra bestu í heimi með þessum árangri. „Við erum búin að koma mörg- um á óvart á þessu móti og ég held að við séum að lágmarki búin að stimpla okkur inn sem lið sem önnur lið þurfa að varast. Ég vona líka að við séum búin að stimpla okkur inn meðal þeirra bestu.“ Úrslitaleikurinn er gegn Banda- ríkjunum, eins og áður segir, en bandaríska liðið hefur verið á toppnum í mörg ár og er besta lið heims að flestra mati. „Við höfum spilað jafna leiki gegn Bandaríkjunum og verið óheppin að halda ekki jöfnu. Við berum ekki virðingu fyrir neinu liði og lítum á öll lið sem jafningja okkar. Þannig munum við mæta til leiks. Sjálfstraustið er mikið og minnkaði ekki eftir þennan leik gegn Dönum. Það er mjög spenn- andi að spila úrslitaleik enda ekki verið í þeirri stöðu áður.“ henry@frettabladid.is Liðið getur náð enn lengra Stelpurnar okkar í knattspyrnulandsliðinu náðu einstökum árangri í gær er liðið komst í úrslitaleik Algarve-mótsins en í mótinu taka þátt öll bestu lið heims. Sigurður Ragnar landsliðsþjálfari segir enn meira búa í íslenska liðinu. HETJA ÍSLANDS Í GÆR Dóra María Lárusdóttir skaut íslenska liðinu í úrslitaleik Algarve-mótsins með laglegu marki. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Á morgun mun íslenska handboltalandsliðið taka á móti því þýska í undankeppni EM 2012. Liðin mætast svo aftur ytra á sunnudaginn en um gríðar- lega mikilvæga leiki er að ræða fyrir bæði lið. Ísland tapaði fyrir Austurríki í október síðastliðnum en skömmu áður höfðu þeir austurrísku náð óvæntu jafntefli í Þýskalandi. Þessi þrjú lið berjast því um þau tvö sæti á EM sem í boði eru í riðlinum og er samkeppnin hörð. „Til að vinna Þýskaland þurfum við að spila vel og það þarf nánast allt að ganga upp hjá okkur. Og við þurfum að fá fulla höll. Það er mér mikið kappsmál að það takist því ég veit að sú stemning sem þar skapast mun hvetja okkar leikmenn áfram,“ sagði Guðmundur. „Það er því bón mín til þjóðarinnar að við fáum fulla höll og frábæra stemn- ingu. Það mun hjálpa okkur í þessari baráttu.“ Leikurinn hefst klukkan 19.45 á morgun og voru um þúsund miðar óseldir í gær. Miðasala fer fram á miði.is. - esá Landsliðsþjálfarinn: Þurfum fulla Laugardalshöll VILL FULLA HÖLL Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari á blaða- mannafundi HSÍ í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Iceland Express-deild karla: Stjarnan-Haukar 90-69 Stjarnan: Fannar Freyr Helgason 17/13 fráköst, Justin Shouse 17/9 stoðsendingar, Renato Lindmets 13/6 fráköst, Guðjón Lárusson 10/7 fráköst, Marvin Valdimarsson 10/5 fráköst, Jovan Zdravevski 10/7 fráköst, Kjartan Atli Kjartans- son 8, Daníel G. Guðmundsson 3, Ólafur Aron Ingvason 2. Haukar: Gerald Robinson 19/10 fráköst/3 varin skot, Semaj Inge 12/6 stoðsendingar/6 stolnir/3 varin skot, Örn Sigurðarson 11, Davíð Páll Hermannsson 8, Haukur Óskarsson 8/5 stoðsendingar, Sveinn Ómar Sveinsson 5/6 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 3, Emil Barja 3/6 stoðsendingar. Fjölnir-Grindavík 90-91 Grindavík: Mladen Soskic 28/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 20/7 fráköst, Nick Bradford 14/5 fráköst, Ryan Pettinella 11/15 fráköst, Páll Axel Vilbergs- son 7/5 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Björn Einarsson 6/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 5/7 fráköst. Fjölnir: Brandon Brown 29/13 fráköst/4 varin skot, Ægir Þór Steinarsson 19/6 fráköst/13 stoð- sendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 17/8 fráköst/5 stolnir, Jón Sverrisson 10/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 8/5 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 5, Hjalti Vilhjálmsson 2. Tindastóll-Keflavík 92-94 Tindastóll: Helgi Rafn Viggósson 23, Hayward Fain 16/9 fráköst/7 stoðsendingar, Sean Kingsley Cunningham 15/6 fráköst, Dragoljub Kitanovic 11/4 fráköst, Svavar Atli Birgisson 11, Friðrik Hreinsson 11, Helgi Freyr Margeirsson 3/6 stoðsendingar, Pálmi Geir Jónsson 2. Keflavík: Thomas Sanders 24, Magnús Þór Gunn- arsson 15, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15/4 fráköst, Andrija Ciric 14/9 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 11/6 stoðsendingar, Halldór Örn Halldórsson 8/5 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 7/4 fráköst. ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Grindavík lagði Fjölni í háspennuleik í gær og komst með sigrinum í annað sætið. Fjölnir er aftur á móti í tíunda sæti. Keflavík er jafnt Grindavík og KR að stigum en í fjórða sæti eftir afar erfiðan sigur á Tinda- stóli fyrir norðan. Stólarnir eru í níunda sæti. Stjarnan siglir svo lygnan sjó í fimmta sæti eftir sigur á Hauk- um, sem eru í áttunda sæti. - hbg Iceland Express deild karla: Grindavík í annað sætið SÓTT AÐ KÖRFU Stjörnumaðurinn Justin Shouse á ferðinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Chelsea hefur ekki sung- ið sitt síðasta orð í ensku úrvals- deildinni en liðið vann Blackpool á útivelli í gær, 1-3. Chelsea er þar með níu stigum á eftir toppliði Man. Utd en hefur leikið einum leik færra. Chelsea getur því minnkað muninn í sex stig með sigri í þeim leik. Liðið situr sem stendur í fjórða sæti en er aðeins tveim stigum á eftir Manchester City sem er í þriðja sæti. John Terry skoraði eina mark fyrri hálfleiks með skalla á 20. mínútu. Þegar hálftími lifði leiks fékk Chelsea dæmda umdeilda vítaspyrnu er Salomon Kalou fór niður í teignum. Frank Lampard skoraði af öryggi úr spyrnunni. Hann skoraði svo aftur fjórum mínútum síðar er hann fékk lag- lega stungusendingu frá Kalou. Jason Puncheon minnkaði mun- inn fyrir Blackpool undir lokin en það var of lítið og of seint. - hbg Chelsea lagði Blackpool: Chelsea komið í toppbaráttuna STERKUR Lampard fagnar öðru marka sinna í gær. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.