Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 6
8. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR6
VIÐSKIPTI Engar breytingar verða
næstu daga á rekstri eða starfs-
mannahaldi Sparisjóðsins í Kefla-
vík (SpKef) sem í gær rann inn í
Landsbankann, samkvæmt ákvörð-
un Fjármálaeftirlitsins.
Þegar hefur þó verið ákveðið að
sameina útibú þar sem bæði Lands-
bankinn og SpKef hafa verið með
starfsemi, í Reykjanesbæ, Ólafsvík,
Grindavík og á Ísafirði.
„Við ætlum að flýta okkur. En
flýta okkur samt hægt,“ segir
Steinþór Pálsson, bankastjóri
Landsbankans. Hann segist vonast
til að næstu skref skýrist á allra
næstu dögum.
Samruni SpKef og Landsbank-
ans var kynntur starfsmönnum í
gærmorgun og svo á blaðamanna-
fundi klukkan tíu. Þar sátu fyrir
svörum Einar Hannesson, fyrrum
sparisjóðsstjóri SpKef, Steinþór og
Steingrímur J. Sigfússon fjármála-
ráðherra.
Steinþór áréttaði í kynningu
sinni að samruninn hefði átt sér
skamman aðdraganda og því væri
þó nokkrum spurningum ósvarað.
Þannig hafi til dæmis ekki verið
ákveðið nákvæmlega hvernig stað-
ið verði að sameiningu á þeim stöð-
um þar sem hún hafi þegar verið
ákveðin. Þá sagði hann bankann
hafa nokkra reynslu af hagræðingu
og niðurlagningu útibúa og kvað
mildilega verða gengið til þeirra
verka líkt og áður hjá bankanum.
Hann sagði alla starfsmenn spari-
sjóðsins nú vera Landsbankafólk,
alla með sömu réttindi og skyldur.
„Og þegar kemur að því að hag-
ræða eru allir undir sama hatt
settir,“ sagði hann, en kvað um leið
í skoðun hvort flytja mætti störf
í Reykjanesbæ til að mæta niður-
skurði þar.
Steinþór sagði öll útibú verða
opin samkvæmt venju. Þá yrðu
reikningar og reikningsnúmer
óbreytt fyrst um sinn.
Að mati Steinþórs eru hins vegar
í samrunanum tækifæri til hagræð-
ingar, svo sem á sviði upplýsinga-
tækni. „Við erum í þessum bransa,
störfum um allt land og ætlum að
vera hreyfiafl í landinu og ætlum
að nýta okkar styrk og getu til þess
að þjóna Suðurnesjum, Vesturlandi
og Vestfjörðum.“
SpKef var sameinaður úr fjór-
um eldri sparisjóðum, í Keflavík,
Sparisjóði Vestfirðinga, Sparisjóði
Húnaþings og Stranda og Sparisjóði
Ólafsvíkur. Afgreiðslustaðir SpKef
hafa til þessa verið 16, á Suðurnesj-
um, Vestfjörðum, Hvammstanga og
Ólafsvík.
Fram kom í máli Steingríms J.
Sigfússonar fjármálaráðherra á
kynningarfundinum í gær að ekki
hafi verið forsvaranlegt að bjarga
SpKef, fyrirséður kostnaður ríkis-
ins af því hefði nálgast 20 milljarða
króna. Auk kostnaðar sagði Stein-
grímur efasemdir um að SpKef
hefði eftir björgun burði til að
leika „móðurhlutverk“ í sparisjóða-
kerfinu sem sjóðnum var ætlað
orðið til þess að ákveðið var að láta
reyna á samruna við Landsbank-
ann. Þetta hafi verið orðið ljóst
þegar hann lagði málið fyrir ríkis-
stjórn síðastliðinn þriðjudag.
„Í öllu falli sparar þetta ríkinu
yfir átta milljarða króna í eigin-
fjárframlagi inn í nýja fjármála-
stofnun og það munar um minna,“
sagði hann og kvað nóg að gert
fyrir ríkið að jafna mun eigna og
skulda í sparisjóðnum, líkt og alltaf
hefði samt verið gert. Sá kostnað-
ur nemur samkvæmt nýjasta mati
11,2 milljörðum króna. „Ríkið hefði
alltaf þurft að axla á því ábyrgð
að verja þessar innstæður. Í þeim
efnum verður ekki allt í einu snúið
við blaðinu,“ sagði Steingrímur.
Fjármálaráðherra sagði sam-
runa SpKef og Landsbankans ekki
hafa áhrif á stöðu annarra spari-
sjóða eða hafa áhrif á stefnu ríkis-
stjórnarinnar hvað varði hlutverk
sparisjóða í fjármálakerfi landsins.
DÓMSMÁL Tveir menn um tvítugt
hafa verið ákærðir fyrir fjölmörg
þjófnaðarbrot fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur. Andvirði þýfisins
hleypur á hundruðum milljóna
króna.
Mennirnir stálu miklu magni
af kjötvörum úr verslunum, þar
á meðal nítján lambalærum,
nokkrum hamborgarhryggjum,
lambahryggjum, hangilærum og
hrefnukjöti.
Þá stálu þeir nokkrum flat-
skjáum, fartölvum, fatnaði og
áfengi. Piltarnir eru ákærðir fyrir
umferðar- og fíkniefnalagabrot.
Ákæruvaldið krefst þess að þeir
verði dæmdir til refsingar, svipt-
ir ökuréttindum og greiði allan
sakarkostnað. - jss
Bíræfnir þjófar ákærðir:
Stálu nítján
lambalærum
Ókeypis
heyrnarmæling
Pantaðu tíma í ókeypis heyrnarmælingu
og leyfðu okkur að leiðbeina þér við
val á heyrnartækjum með allt að
fjögurra ára ábyrgð.
Læknastö›in • Kringlunni
Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is
Sameina á fjórum stöðum
Landsbankinn tók í gær við rekstri SpKef samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins. Sameiningin sparar
ríkinu um átta milljarða króna. Útibúum fækkar. Ákvarðana að vænta um hagræðingu og samþættingu.
Í STAPA Frá kynningu á samruna SpKef og Landsbankans. Einar Hannesson, fyrr-
verandi sparisjóðsstjóri SpKef, Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sátu fyrir svörum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Einar Hannesson, fyrrverandi
sparisjóðsstjóri, tekur sæti í stýri-
hópi um samþættingu starfsemi
Spkef og Landsbankans. Hann
sagði á kynningarfundinum í gær
ekki hægt að neita því að gífurleg
vonbrigði væru fyrir þá sem starfað
hefðu að því að byggju SpKef upp
á ný að ekki hefði tekist að gera
það. „Hins vegar er komin niður-
staða í málið og þýðir ekki annað
en horfa á það jákvæðum augum
og líta á það sem tækifæri. Núna lít
ég sem svo á mitt hlutverk að það
sé að verja hagsmuni viðskiptavina
sparisjóðsins og auðvitað Landsbankans. Og verja hagsmuni starfsfólks á
svæðinu þar sem sparisjóðurinn hefur starfað,“ sagði hann og kvaðst vilja
vinna að því að samruninn gæti farið sem best fram.
Í SPKEF Tiltölulega þungt hljóð var í
viðskiptavinum hjá SpKef í gær vegna
samrunans sem þá var kynntur við Lands-
bankann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Vonbrigði að ekki tókst að bjarga SpKef
Brýnt sé hins vegar að rannsaka
aðdraganda erfiðleika sparisjóð-
anna líkt og gert hafi verið vegna
stóru bankanna. „Í næstu viku
afgreiðir Alþingi vonandi lög um
rannsóknarnefndir og liggur þá
þegar ákvörðun um að málefni
sparisjóðanna fari í rannsókn á
grundvelli þeirra laga.“
olikr@frettabladid.is
FÍLABEINSSTRÖNDIN, AP Uppreisnar-
lið, hliðhollt réttkjörnum forseta
landsins, hefur náð á sitt vald
landspildu við
landamæri
Líberíu af her-
sveitum fyrr-
verandi forseta,
sem neitar að
láta af völdum.
Alassane
Ouattara, sem
vann sigur í
forsetakosn-
ingum í lok
nóvember, vildi
í fyrstu ekki láta bendla sig við
uppreisnar liðið til þess að ekki
liti svo út sem hann hefði komist
til valda með ofbeldi.
Leiðtogar nágrannaríkja
Fílabeinsstrandarinnar hafa
árangurs laust reynt að fá Laur-
ent Gbagbo til að láta friðsam-
lega af völdum.
- gb
Barist á Fílabeinsströndinni:
Uppreisnarlið á
bandi forsetans
ALASSANE
OUATTARA
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Selfossi
fann á sjötta tug kannabisplantna
sem voru í ræktun við húsleit í
Þorlákshöfn. Plönturnar voru á
mismunandi þroskastigi.
Hald var lagt á plönturnar og
búnað sem notaður var við rækt-
unina. Húsráðandi var handtek-
inn vegna málsins. Hann viður-
kenndi brotið.
Við húsleitina fannst hagla-
byssa sem hinn handtekni var
ekki skráður fyrir. Lagt var hald
á byssuna.
- jss
Húsleit gerð í Þorlákshöfn:
Tóku kannabis
og haglabyssu
ÍRLAND, AP „Nýja stjórnin mun
reyna að endursemja um sam-
komulagið sem náðist við Evr-
ópusambandið og Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn,“ sagði Enda Kenny,
leiðtogi Fine Gael, sem verður
næsti forsætisráðherra Írlands.
Bæði Fine Gael og Verkamanna-
flokkurinn staðfestu í gær 64 blað-
síðna stjórnarsáttmála flokkanna
tveggja, að loknum fimm daga
stjórnarmyndunarviðræðum.
Í þingkosningunum 15. febrúar
náðu flokkarnir tveir samtals 113
þingsætum á írska þinginu, þar
sem þingmenn eru alls 166 talsins.
Fyrri stjórn féll eftir að efna-
hagslíf Írlands hrundi síðastliðið
haust. Í nóvember náðu Írar sam-
komulagi við Evrópusambandið og
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lán
upp á samtals tíu þúsund millj-
arða króna til að standa straum
af afborgunum stórra lána til árs-
ins 2014. Lánið er með 5,8 prósent
vöxtum, en Kenny segist vonast til
þess að geta samið um betri vaxta-
kjör. Angela Merkel Þýskalands-
kanslari hefur sagt að lægri vext-
ir kæmu Írum vel, en þó því aðeins
að þeir herði enn frekar aðhalds-
aðgerðir í ríkisfjármálum. - gb
Enda Kenny myndar stjórn með Verkamannaflokknum á Írlandi:
Vill endurskoða skilmála lána
ENDA KENNY Stjórnarsáttmáli er í höfn.
NORDICPHOTOS/AFP
KJÖRKASSINN
Er nauðsynlegt að greiða
ríkisforstjórum yfir eina milljón
króna í mánaðarlaun?
Já 76,8
Nei 23,2
SPURNING DAGSINS Í DAG
Stundar þú verslun eða við-
skipti í 101 Reykjavík?
Segðu þína skoðun á visir.is