Sameiningin - 01.06.1935, Qupperneq 9
57
grímur N. Thorláksson, Stephan G. Stephansson skáhl og
Eiríkur Bergmann.*)
í öðrum hygðum fslendinga, sem mynduðust á þessum
fyrstu árum þeirra vestan hafs—við Rosseau í Muskoka-hér-
aðinu í Ontario, við Kinmount í sama fylki, í Nova Scotia
(Nýja Slcotlandi) og á Washington-eyjunni í Michiganvatni
voru engir íslenzkir söfnuðir stofnaðir þó heimilisfeður og
héraðshöfðingjar úr hópi leikmanna héldu þar uppi kristi-
legu og kirkjulegu starfi, og lderkar vitjuðu bygða þessara
og ynnu þar prestsverk. Samt er svo að sjá sem þýsk-lút-
erskir prestar hafi haldið uppi meira eða minna reglubund-
inni safnaðarstarfsemi hjá íslendingum í Nýja Skotlandi
(Marklandi), sem auðvitað fór fram á ensku. Frá þessu
starfi þeirra segir Guðbrandur Erlendson svo í bók sinni
Markland: “Lunanburg heitir hérað eitt suðvestan til i
Nýja Skotlandi og var það bygt af þjóðverjum. Þegar prestar
þar fréttu af okkur, trúbræðrum þeirra, fóru þeir að heim-
sækja okkur og fluttu messur á ensku, er fram fór í skóla-
húsinu. Oftast kom séra Luther Rod (á að vera Roth); hann
gekst fvrir því, að myndaður var söfnuður, og gerði hann öll
prestsverk: skírði, fermdi, tók til altaris, og gifti hjón” (bls.
54). Eitthvað mun safnaðarstarfsemi þessi þó hafa verið
slitrótt; því að Sigurður J. Jóhannesson segir í ritgerð sinni,
“Þáttur íslendinga í Nýja Skotlandi,” að safnaðar-myndnnin
hafi aðeins verið að nafninu til (Almanak 0. S. Thorgeirs-
sonrtr, 1901, bls. 52), enda áttu prestarnir þýsku um langan
veg að sækja til nýlendunnar. Til er á prenti fróðleg skýrsla
yfir prestsverk þeirra og vísast þangað (Timarit Þjó&ræknis-
félagsins, 1925, bls. 112-115). En vel fórst prestum þessum
að allra dómi við hina islenzku trúhræður sína, reyndu á
margan hátt að greiða götu þeirra.
Það var ekki fvr en stofnaðar höfðu verið nýlendur fs-
lendinga í Minnesota, Nýja íslandi og Winnipeg (1875), og
í Norður Dakota (1878), að safnaðarstarfsemi meðal þeirra
hófst svo verulega kvæði að, enda hafði hvergi verið um
fjölmenni að ræða í bygðum þeirra fyr en þá, né heldur um
fastan samastað.
Haustið 1878 var farið að ræða um stofnun kirkjulegs
félagsskapar í íslenzku nýlendunni í Minnesota, og mynduð-
*)Hr. Ólafur S. Thorgeirsson, sem kirkjubók séra Páls hefir með hönd-
um, hefir g-óðfúslega lánað mér hana til lesturs.