Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1935, Síða 13

Sameiningin - 01.06.1935, Síða 13
61 staðar í nýlendum íslendinga komu menn þar þegar á fyrstu árum saman til guðrækilegra iðkana (húslestra), og segir ítarlega frá því í sögu íslenzku nýlendunnar í Winnipeg eftir séra Friðrik J. Bergman (Almanak Ó. S. Torgeirssonar, 1903, bls. 45). En aðdragandinn að íslenzkri safnaðarstofn- un þar í borg var það, að séra Jón Bjarnason hélt þar uppi guðsþjónustum öðru hverju árin 1877—1878, en söfnuður myndaðist þar 11. ágúst 1878. Vert er einnig að geta þess, að samhfiða stofnun safnaðarins var stofnaður sunnudags- skóli. “Mun það vera l'yrsti íslenzkur sunnudagsskóli í heimi,” segir séra Björn B. Jónsson í sögu safnaðarins (Sam- einingin, nóvember, 1928). Séra Jón Bjarnason þjónaði söfnuðinum, ásamt söínuðum sínum í Nýja íslandi, frá því er hann var stofnaður og fram til vorsins 1880; tók þá séra Halldór Briem við af honum og þjónaði söfnuðinum þangað til hann hélt til íslands haustið 1882. Um kirkjulega starfsemi séra Páls Þorlákssonar í Win- nipeg á þessum árum farast séra Friðrik J. Bergman svo orð: “Séra Páll hefir ekki, að því er séð verður, myndað eiginlegan söfnuð, en hafði hóp al' fólki, sem var honum fylgjandi, sótti öll prestsverk til hans, þegar unt var, og skoðaði hann sem andlegan leiðtoga.” (Almanak ó. S. Thor- geirssonar, 1903, hls. 52). Ekki var íslenzka nýlendan í Norður Dakota gömul orð- in þegar séra Páll Þorláksson fór að gangast fyrir safnaðar- myndunum þar í bygð. “Park-söfnuður,” syðst í bygðinni, var myndaður 24. nóvember 1880, og var Stephan G. Steph- ansson skáld skrifari stofnfundarins. Viku síðar var “Víkur- söfnuður” stol'naður að Mountain, og var þar snemma á land- námstíð (1884) reist hin fyrsta íslenzka kirkja í Vesturheimi. Eftir nýár 1881 var “Tungársöfnuður” stofnaður nyrst í hygðinni. Hefir séra Páll því auðsjáanlega unnið að safnaða- mynduninni með þeim brennandi áhuga, sem auðkendi alla kirkjulega og félagslega starfsemi hans; en ekki nutu bygðar- búar til langframa þessa áhugasama og mikilhæfa leiðtoga síns. Hann lézt eftir langvinn veikindi vorið 1882, og varð að vonum harmdauði safnaðarfólki sínu og bygðarbúum i heild sinni, því að hann hafði reynst þeim hinn mesti bjarg- vættur. (Smbr. F. J. Bergmann, “Landnám íslendinga í Norður Dakota,” Almanak ó. S. Thorgeirssonar, 1902, lils. 47-50). Árið 1881 fluttust fyrstu íslenzku landnemarnir úr Nýja íslandi til Argyle-bygðar í Manitoba og bættust inargir í hóp-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.