Sameiningin - 01.06.1935, Síða 22
70
Þó ýms dagskrár-
mál yrðu að bíða
síðari þinga, hafði
þetta fyrsta kirkju-
þing a f r e k a ð
miklu. “Hið evan-
g e 1 i s k - lúterska
kirkjufélag íslend-
inga í Vesturheimi”
var nú fullmyndað
og grundvöllurinn
lagður að framtíð-
arstarfi þess. Ann-
ars er sjálfu þing-
inu og áhrifum
þess bezt lýst í orð-
um eins fulltrúans,
Friðriks .1. lierg-
manns:
“Hafði það l'arið
vel fram og frið-
samlega og Winni-
peg-söfnuður tekið við gestunum með opnum örmum og sýnt
þeim þá gestrisni og kristilegu mannúð, sem ávalt hefir síðan
komið fram í sambandi við kirkjuþingin, hvar sem þau hafa
verið haldin. Enda hafa þau átt drjúgan þátt í því að draga
dreifða hugi manna og skoðanir saman og binda menn bönd-
um vináttu og bróðurkærleika. Menn fundu til þess þegar á
þessu fyrsta kirkjuþingi og hafa ávalt fundið til þess siðan.”
(Almanak ó. S. ThorcÆrssonar, 1906, bls. 59).
S TA RFSEMI KIRKJUFÉLA GSINS
1. Kristnihald og útbreiðslustarf
Samkvæmt grundvallarlögum kirkjufélagsins, sem sam-
þykt voru á fyrsta ársfundi bess 1885, er tilgangur bess. “að
styðja að eining og samvinnu kristinna safnaða af hinni ís-
lenzku þjóð í heimsálfu þessari, og yfir höfuð efla kristilegt
trúarlíf hvervetna, þar sem það nær til.” (Sameiningin, maí
/886).
Höfuðstarf félagsins hefir þessvegna veríð kristnihald í
bygðum íslendinga vestan hafs og útbreiðsla kirkjulegrar
starfsemi sem víðast í nýlendum þeirra (heimatrúboð). Að
þeim miðdepli hafa öll önnur störf félagsins horfið, beinlínis
SÉRA S. OCTAVÍUS THORLÁKSSON
og
FRÚ KARÓLlNA THORLAKSSON
trúboSar í Japan.