Sameiningin - 01.06.1935, Síða 23
71
eða óbeinlinis, eins og smærri kvíslir i meginelfur. Þar seni
slík starfsemi félagsins hefir fram til þessa dags, að miklu
leyti, og fyr á árum að öllu leyti, farið fram á íslenzku, hefir
hinn þjóðernislegi árangur hennar einnig verið geysimikill.
1885—1894
Mitt í fátækt og margvíslegnm örðugleikum frumbýlings-
áranna hóf kirkjuielagið starfsemi sína, enda var hagur þess
næsta óglæsilegur í byrjun. Enginn þeirra tólf safnaða, sem
í félagið gengu á fyrsta ársþingi jiess, átti þak yfir höfuðið.
Víkursöfnuður að Mountain, North Dakota, sem gekk í fél-
agið nokkru síðar þá um sumarið, var eini íslenzki söfnuður-
inn vestan hafs, sem komið hafði sér upp kirkju. Athafna-
maðurinn séra Páll Þorláksson, þáverandi prestur safnaðar-
ins, lét fella og færa saman eikartré í hana, en eigi entist
honum aldur lil að sjá hana rísa af grunni. En eftirmaður
hans, séra Hans B. Thorgrímsen, beitti sér fvrir byggingu
hennar og var smíðinni lokið í ágústmánuði 1884; og þó
ekki að öllu leyti, því að enginn var turn á henni; sæti, altari
og prédikunarstól vantaði einnig í hana; úr þessu var þó bætt
áður mjög langt Ieið fyrir drengilega aðstoð kvenfélags safn-
aðarins. Var síðan þessi fyrsta kirkja íslendinga í Vestur-
heimi vígð af séra Jóni Bjarnasyni 24. júní, 1887. Hún var
28 fet á breidd, 4(i fet á lengd og rúmaði nærfelt 200 manns,
og mátti því teljast næsta myndarleg sveitarkirkja. (Um
kirkjubygging þessa sjá: Friðrik J. Bergmann, “Landnám
fslendinga í Norður Dakóta,” Almanak ó S. Thorgeirssonar,
1909, bls. 74-75 og 78-79).
Eins og auðvelt er að gcra sér í hugarlund, þrengdi kirkju-
Ieysið mjög skóinn að starfi safnaðanna framan af árum,
en er stundir liðu, réðist þó bót á þeim vandkvæðum, því
að á fyrstu tíu árum kirkjufélagsins fjölgaði kirkjum safn-
aða jiess svo ört, að þær voru orðnar 1(5 talsins við lok þess
tímabils. Með auknuin safnaðafjölda hafa auðvitað margar
kirkjur verið bygðar síðan; en nm kirkjur félagsins í heild
sinni má vísa lil skrár þeirrar yfir þær, eftir séra Jóhann
Bjarnason, skrifara kirkjufélagsins, sem fylgir riti þessu.
Þessar mörgu nýju kirkjur safnaða kirkjufélagsins—
fimtán á tin árum—bera þess einnig vott, að það hefir
drjúgum fært út kvíarnar á þessu tímabili, enda var sú
raunin á. Þegar kirkjuþing kom saman í júní 1894 voru
söfnuðir félagsins orðnir 23 að tölu. Garðar- og Víkursöfn-
uðir bættust í hópinn lausl eftir fyrsta ársfund þess, og á
næstu níu árum bættust þessir söfnuðir við: Frelsissöfnuður