Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1935, Page 25

Sameiningin - 01.06.1935, Page 25
73 Péturssöfnuður í N. Dakota (1893); og Lincolnsöfnuður í Minneota, Minnesota (1894). Sú breyting hafði einnig orðið á safnaðarskipun félagsins, að Garðar- og Parksöfnuður í N. Dakota höfðu sameinast (1885), og að Víðinessöfnuðurnir tveir í Nýja íslandi höfðu á sama ári gerst einn söfnuður; en þeir skiftust aftur í Syðra og Nyrðra Víðinessöfnuð vorið 1889. Skammlífir urðu samt sumir af ofannefndum söfnuðum, enda fámennir i upphafi, eða skammærir í kirkjufélaginu að því sinni. Þannig hvarf Duluthsöfnuður úr sögunni fyrir kirkjuþing 1890, og út af trúmálaágreiningi, sem síðar mun vikið að, sögðu eftirfarandi fjórir söfnuðir í Nýja íslandi sig úr kirkjufélaginu árið 1891: Nyrðri Víðinessöfnuður, Breiðu- víkursöfnuður, Mikleyjarsöfnuður og Árnessöfnuður; hinn síðastnefndi gekk þó að nýju í félagið tveim árum síðar. Victoriasöfnuður sagði sig úr kirkjufélaginu 1892 vegna trú- arlegs skoðanamunar. Spanish Fork-söfnuður í Utah, sem trúhoðinn Runólfur Runólfsson þjónaði, stóð einnig á þess- um árum (1890-93) í sambandi við kirkjufélagið, en það fékk ekki lengur staðið straum af honum, og sameinaðist hann þá algerlega kirkjusambandinu “General Council.” Fyrir hönd Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg gekst séra Haf- steinn Pétursson, þáverandi aðstoðarprestur safnaðarins fyrir því, að söfnuður myndaðist meðal íslendinga í suð- vesturhluta Winnipegbæjar á áliðnu sumri 1894, er Tjald- húðarsöfnuður nefndist. En þó sjálfsagt væri talið, að söfnuður ])essi gengi þegar í kirkjufélagið, varð eigi af því, enda var þess skamt að bíða, að leiðir skildu algerlega með presti hans, séra Hafsteini, og félaginu. Kirkjufélagið hafði því á þessum árum víkkað starfs- svið sitt til muna og fest rætur í ýmsum þeim bygðum ís- lendinga, sem það náði eigi til í byrjun, og í bygðalögum, sem myndast höfðu síðan. Var þessi aukning safnaða og safnaðafólks—en því hafði einnig fjölgað mikið á umræddu tímabili—árangur ötullar útbreiðslustarfsemi hins fámenna presthóps, sem, með aðstoð áhugasamra og kristilegra sinn- aðra leikmanna í hinum ýmsu bygðum, hafði mikið áunn- ist. Var þó við ramman reip að draga, fráhvarf eins af prestum félagsins frá trúarkenningum þess, er leiddi til innbyrðis ágreinings, og árásir utan að úr ýmsum áttum. Allra mest stóð kirkjufélaginu þó fyrir þrifum á þessum fyrstu árum, og raunar miklu lengur, prestaskort-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.