Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1935, Blaðsíða 27

Sameiningin - 01.06.1935, Blaðsíða 27
sem myndast höfðu nokkrum árum áður upp úr trú- málaágreiningi vorum í Nýja íslandi.” (“Apologia pro vita sua”, Áramót, 1909, bls. 47). Samsumars bættist kirkjufélaginu þó nýr starfsmaður og mikilhæl'ur þar sem var sóra Friðrik J. Bergmann, er lit- skrifast hafði í guðfræði frá prestaskóla “General Councils” í Philadelphia j)á um vorið, og varð nú prestur íslenzku safn- aðanna í N. Dakota. Gerðist hann brátt áhrifamaður, eigi aðeins í kirkjufélaginu, en vara-forseti þess var hann sam- J. Skaftason, hæfileikamaður og áhuga, hvarf frá lúterskum Hfi. Árið eftir (1887) urðu þeir séra Magnús J. Skaftason og guðfræðiskandidat Níels Steingrímur Þorláksson starfandi prestar kirkjufélagsins. Hafði séra Magnús komið vestur um haf að ósk safnaðanna í Nýja fslandi og gerðist prestur þeirra; en Þorláksson, sem vestur hafði flutst snemma á landnáms- tíð (1873), og nú hafði lokið guðfræðisnámi við háskólann í Kristianiu, vígðist á kirkjuþingi þá um sumarið til íslenzku safnaðanna í Minneota, Minnesota. Séra Magnús átti aðeins, sem enn mun sagt verða, stuttan tíma samleið með kirkju- félaginu í trúarefnum; en séra Steingrímur hefir mjög mik- ið komið við sögu þess, unnið því dvggilega í hart nær hálfa öld og um lengra eða skemmra skeið skipað aðal embætti þess. En svo var starfssvið kirkjufélagsins víðtækt orðið, að mikill hluti safnaðanna (ekki færri en sjö þeirra sumarið 1889) voru með öllu án prestslegrar þjónustu. Horfði því til hreinna vandræða í þessu efni enda tók kirkjuþingið það ár mál þetta til ítarlegrar og alvarlegrar athugunar og afréð að senda forseta sinn, séra Jón Bjarnason, til íslands í þeim erindum, að útvega presta handa söfnuðum félagsins. Sam- kvæmt þeirri ákvörðun lagði séra Jón af stað í íslandsför 27. júlí 1889 og kom vestur aftur 3. febrúar 1890. Segir hann all-nákvæmlega frá för sinni í Sameiningunni það ár. Að því er útvegun presta snerti, varð enginn teljandi árangur af ferð hans. Komst hann að þeirri niðurstöðu, að kirkju- félagið myndi í framtíðinni verða að leita í aðra átt en til íslands að ]>restum og prestsefnum: “Það er sannfæring mín,” segir hann í forsetaskýrslu sinni á kirkjuþingi þá um sumarið, “að sú guðfræðismentun, sem mönnum veitist heima á íslandi, svari yfir höfuð ekki til þeirrar kröfu, sem kirkjulífið og kirkjubaráttan í þessu landi gjörir til þeirra manna, er eiga að vera leiðendur safnaðarmála vorra. Eg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.