Sameiningin - 01.06.1935, Side 29
77
hygg, að það sé lífsspursmál fyrir kirkjufélag vort, að það
fái sér sem allra i'yrst presta, er gengið hafa á guðfræðisskóla
hér i landinu. Það þarf að fá unga og efnilega menn af vor-
um þjóðflokki til þess að ganga guðfræðisnámsveginn á ein-
hverjum góðum lúterskum skólum þessa lands, upp á það að
þeir síðar taki til starfa sem prestar meðal síns eigin þjóð-
flokks hér i hinni ameríkönsku dreifing.” (Sameiningin, júlí,
1890). Var hérmeð mörkuð sú stefna, sem kirkjufélagið hef-
ir síðan fylgt í prestsmálum sínum að mestu leyti. (Smhr.
einnig grein séra Björns B. Jónssonar “Prestaskorturinn,”
Sameiningin, mars og apríl, 1902). Þegar á alt er litið, mun
ekki hafa verið um aðra leið eða vænlegri að ræða, en harma
má það, eigi sízt í þjóðernislegu tilliti, að eigi var um meiri
samvinnu að ræða milli móðurkirkjunnar íslenzku og
kirkjufélagsins lúterska vestan hafs á þessum fyrstu og erf-
iðustu árum þess.
Einn starfsmaður hafði ]ró hæst í prestahóp félagsins
meðan séra Jón var í íslandsferðinni. Það var guðfræðis-
kandidat Hafsteinn Pétursson, senr koinið hafði vestur um
haf samkvæmt áskorun íslenzku safnaðanna í Argyle-bygð,
og vigðist til þeirra í febrúar 1890. Hann var góðum hæfi-
leiltum húinn og reyndist félaginu um hríð hinn nýtasti lderk-
ur, en fráhverfðist því að nokkrum árum liðnum, svo sem
fvr var gefið í skyn, og sagði sig úr því í júní 1896.
Á kirkjuþinginn 1893 voru vígðir þeir guðfræðiskandí-
datarnir Jónas A. Sigurðsson og Björn B. Jónsson, sem þá
höfðu nýlokið námi á prestaskólanum lúterska í Chicago.
Gerðist séra Jónas prestur safnaðanna í norður-hluta Dakóta
nýlendunnar, en séra Björn um sinn trúboðsprestur kirkju-
félagsins. Varð félaginu fljótt að þeim báðum hinn mesti
liðsauki vegna mikilla hæfileika þeirra og áhugasemi við
kirkjuleg störf; liggja spor þeirra víða á starfssvæðum þess;
einlcum hefir séra Björn komið flestum fremur við sögu fé-
lagsins, hæði sem ritari og forseti þess um langt skeið og sem
ritstjóri málgagns þess nálægt því í aldarfjórðung.
Sumarið 1894 kom séra Oddur V. Gíslason vestur um haf
og varð prestur allra safnaðanna í Nýja fslandi og þjónaði
einnig Selkirk-söfnuði. Starfaði hann með alúð og ötulleik
að málum félagsins, unz hann sagði sig úr því, sökum á-
greinings út af óvenjulegum lækningum hans, árið 1903.
Haustið 1894 gerðist séra Björn B. Jónsson prestur safn-
aðanna í Minnesota í stað séra N. Steingríms Thorlákssonar,
sem þá fluttist til Park River, N. Dakota, og varð uin nokkur