Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1935, Page 34

Sameiningin - 01.06.1935, Page 34
82 um langt tímabil, séra Rúnólfur sem varaforseti þess og fjölda mörg ár sem aðalkennari og forstöðumaður skóla þess, og séra Kristinn sem forseti þess mörg síðustu árin og rit- stjóri Sameiningarinnar. Snemma sumars árið 1900 hætti séra N. Steingrímur Thorláksson prestþjónustu hjá norsku söfnuðunum í Norður Dakota og varð prestur í Selkirk; þjónaði hann því prestakalli þangað til hann lét af prestsskap fyrir stuttu síðan. Árið 1902 gekk séra Hans B. Thorgrím- sen einnig að nýju inn í kirkjufélagið og naut það starfs- krafta hans um allmörg ár. Hinsvegar átti félagið á bak að sjá ýmsum hæfum kennimönnum á þessum árum. Guðfræðiskandidat Þorkell ó. Sigurðsson, hinn mesti gáfu- og efnismaður, hafði útskrif- ast frá lúterska prestaskólanum í Philadelphia vorið 1895, og vígðist samsumars til safnaðanna í Argyle, sein verið höfðu prestlausir frá því á miðsumri 1893 er séra Hafsteinn Péturs- son hvarf frá þeim til Winnipeg og gerðist annar prestur Fyrsta lúterska safnaðar. En vegna heilsubilunar auðnaðist séra Þorkel ekki að koma til safnaða sinna; hann and- aðist í Park River, N. Dakota 27. desember 189(5. (Um hann sjá Sameininguna júní 1895 og febrúar 189(5). Fjórir prest- ar höfðu einnig sagt sig úr-félaginu af ýmsiyn ástæðum, og hefir að framan verið vakið að brottför tveggja þeirra, séra Hafsteins Péturssonar og séra Odds V. Gíslasonar. Séra Jónas A. Sigurðsson hætti við prestsskap 1901, fluttist vestur á Kyrrahafsströnd og sagði sig úr kirkjufélaginu seint á því ári; en séra Ilans varð prestur safnaða þeirra í Dakotanýlend- unni norðanverðri, sem séra Jónas hafði þjónað. Næsta ár lagði séra .1. .1. Clemens niður prestsskap hjá söfnuðunum í Argyle og gerðist stuttu síðar prestur hjá ensk-lúterskum söfnuði suður i Bandaríkjum, en séra Friðrik Hallgrímsson varð í stað hans prestur Argyle-safnaða haustið 1903. Fyrri ár þessa tímabils mega friðsamleg teljast saman- borið við áratuginn næst á undan, enda þótt nokkur ágrein- ingur ætti sér stað út af brottför sumra prestanna og afstöðu þeirra til félagsins. En upp úr aldamótum magnaðist róttæk- ur skoðanamunur innbyrðis í félaginu, þegar kenningar ný- guðfræðinnar eignuðust að málsvara einn af höfuð-klerkum þess, og dró nú að stórtíðindum í sögu þess. Mótspyrnan utan að frá andstæðingum félagsins var eigi heldur teljandi fyrri hluta tímabilsins. En samhliða vaxandi ágreiningi innan félagsins út af nýju guðfræðinni, hófst einnig, með séra Jón Bjarnason í bíoddi fylkingar, hin langa og harða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.