Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.06.1935, Side 36

Sameiningin - 01.06.1935, Side 36
84 barátta þess út á við gegn henni og fylgjendum hennar vestan hafs og austan. 1905—1914 Þó þetta tímabil væri hin mestu stríðsár í sögu kirkjufél- agsins vegna hins trúarlega ágreinings, sem klauf félagið og hafði í för með sér eyðslu starfskrafta í erjur og aðrar illar fylgjur sundrungar, voru söfnuðir þess orðnir 45 að tölu á kirkjuþingi 1914. Hefir jiví bersýnilega verið ósleitilega unn- ið að útbreiðslustarfinu þessi söguríku ár, enda var þess mikil þörf, því að stórt skarð höfðu trúardeilurnar höggvið í safnaðahópinn og riðlast hafði hann af fleiri ástæðum. Tjaldbúðarsöfnuður i Winnipeg og Furudalssöfnuður í Pine Valley, Manitoba, gengu í kirkjufélagið 1905, en þessir söfnuðir bættust í hópinn á næstu árum: Kristnessöfnuður i Saskatchewan (1906), Lundarsöfnuður í Álftavatnsbygð, Manitoba, Vatnasöfnuður og Quill Lake-söfnuður í Sask- atchewan, og Edmontonsöfnuður i Alberta (1907, Imman- uelssöfnuður í Baldur, Manitoba (1908), Ágústínussöfnuður og Foam Lake-söfnuður i Saskatchewan (1909). Jóhannesarsöfnuður í N. Dakota hafði fallið niður 1906 sökum brottflutnings íslenzks fólks af þeim slóðum. Allmargir söfnuðir sögðu sig einnig um þessar mundir úr kirkjufélaginu út af trúarágreiningum, sem aukist hafði innan þess undanfarandi ár, og eigi varð jafnaður með inálamiðlunar-tillögum, því að andstæðinga greindi á um grundvallaratriði í stefnum sínum og héldu fram malsLað sinum af kappi á báðar hliðar. En svo lýsir séra Björn B. Jónsson, sem þá var nýorðinn forseti kirkjufélagsins, skoð- ana-árekstri þessum, og mátti hann gjört um þau mál rita, þar sem hann var einn af höfuð-þátttakendum í þeim ör- lagaþrungnu atburðum: “Á kirkjuþingi 1909 varð ágreiningur mikill út af tvennskonar trúmálastefnum, sem innan kirkjufélagsins höfðu staðið andspænis hvor annari hin síðari ár. Séra Frið- rik J. Bergmann hafði gerst talsmaður nýrrar guðfræðis- stefnu og haldið henni fram í tímariti, er hann hafði haldið úti nokkur ár. Hafði deila all-alvarleg staðið milli timarits þessa, er Breiðablik nefndist, og málgagns kirkjufélagsins, Sameiningarinnar. Á nokkrum síðari kirkjuþingum, þó einkum tveim hinum síðustu, hafði ágreiningur þessi komið mjög herlega fram. Hin nýja stefna hélt fram ólíkum skoð- unum á guðs orði heilagrar ritningar og á gildi hinna kirkj-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.