Sameiningin - 01.06.1935, Blaðsíða 41
89
Jóni Sigurðssyni fráskildum, þessa síðustu mannsaldrana,
liaí't jafn mikla leiðtogahæfileika og séra Jón Bjarnason.”*)
Eftirmaður séra Jóns sem prestur fyrsta lúterska sai'n-
aðar í Winnipeg varð séra Björn B. Jónsson, sem enn skipar
þann sess. En söfnuðir hans í Minnesota urðu nú um hríð
prestslausir, nema hvað séra Friðrik Friðriksson þjónaði
þeim um tíma, þangað til séra Guttormur Guttormsson flutt-
ist til þeirra 1918.
1915—1924
Margir söfnuðir gengu í kirkjufélagið á þessum árum,
svo að við lok tímabilsins töldust þeir 57. Þessir fimm, allir
nýir, gengu í félagið á kirkjuþingi 1915: Jóns Bjarnasonar
söfnuður, Betaníusöfnuður, Betelsöfnuður, Hólasöfnuður og
SkáJhóÍtssöfnuður í íslenzku bygðunum umhverlis Manitoba-
vatn. Péturssöfnuður í N. Dak., sem sagt hafði sig úr félaginu
fimm árum áður, sameinaðist því aftur 1916 og samtímis
gengu enn fimm nýjir söfnuðir í félagið. Sléttusöfnuður og El-
frossöfnuður í Saskatchewan, Poplar Park söfnuður við Pop-
lar Park í Manitoba, Herðubreiðarsöfnuður við Langruth,
Manitoba, og Trinitatissöfnuður, einnig vestan við Manitoba-
vatn. Á næstu þrem árum bættust við þessir söfnuðir: Víðir-
söfnuður í Nýja íslandi, Síonsöfnuður í Leslie, Saskatchewan,
og Strandarsöfnuður vestanvert við Manitobavatn (1917);
Winnipegosissöfnuður í bænum Winnipegosis í Manitoba,
Oddasöfnuður skamt frá Winnipegosis og Hallgrimssöfn-
uður í Seattle, Washington, og Crescent söfnuður í British
Columbia (1918). Voru söfnuðir kirkjufélagsins ])á 62 tals-
ins og hafa þeir aldrei fleiri verið í sögu þess. Hélst sú safn-
aðatala á næsta kirkjuþingi (1919), því að enginn söfnuður
hafði á því starfsári gengið í félagið. Annars er kirkjuþing
])etta merkilegast fyrir það, að með því hófst ákveðin við-
leitni i ])á átt, að sameina aftur kirkjufélaginu söfnuðina, sem
úr þvi höfðu gengið út af trúmála-ágreiningnum 1909. Lagði
þáverandi forseti félagsins, séra Björn B. Jónsson það til í
ársskýrslu sinni, að söfnuðum þessum væri boðið að ganga
aftur í félagið og sameinast því á trúargrundvclli þeim, sem
tekinn er fram í grundvallarlögum kirkjufélagsins. Hlaut
það mál eindregið fvlgi þingsins. En forseti gekk feti lengra
*)Um séra Jón Bjarnasqn og starf hans, sjá ræður og minningargreinar
í Sameiningunni, maí—júní, 1914. ritgerð pórhalls biskups Bjarnasonar í
Andvara 1915, fyrirlestur séra Guttorms Guttormssonar í Sameiningunni,
september og október 1924, og þó fremst og helzt Minningarritið um
hann, Winnipeg, 1917.