Sameiningin - 01.06.1935, Síða 42
90
og lagði jafnframt til, að yfirlýsingar fyrri kirkjuþinga, 1909
og 1910, út af trúmáladeilunni, væru úr gildi numdar, en
bundið sig við grundvallarlögin ein. Þó mál þetta hefði fylgi
meirihluta prestanna og mikils meirihluta þingmanna í heild
sinni, taldi nefnd sú, er um málið fjallaði, hyggilegast að svo
koinnu, að bjóða nefndum söfnuðum að sameinast kirkjn-
félaginu á trúargrundvelli þeim, senr fram er tekinn í grund-
vallarlögum þess. Var sú tillaga nefndarinnar samþykt i
einu hljóði.
Árið 1920 var safnaðatalan hin sama og áður. Oddasöfn-
uður, litill söfnuður í nánd við Winnipegosis, hafði lagst nið-
ur, en nýr söfnuður, þegar all mannmargur, myndast i Glen-
boro, Manitoba. Á kirkjuþingi ]>að árið hvatti forseti séra
Björn B. Jónsson til framhaldandi sameiningar-viðleitni og
lagði til í ársskýrslu sinni að þingið kvsi nefnd manna “til
þess fyrir kirkjufélagsins hönd að eiga samtal við væntan-
legar nefndir frá söfnuðunum lútersku, sem fyrir utan
kirkjufélagið standa, í von um að svo kynni að semjast, að
næsta kirkjuþing gæti samþykt málalok þeirra nefnda og
söfnuðurnir gengið í kirkjufélagið.” Var tillaga i þessa át.t
samþykt í einu hljóði á Jiinginu og fimm manna nefnd kosin
í málið.
Enn töldust söfnuðir félagsins 62 á kirkjuþingi 1921
eins og tvö undanfarandi ár, en jafnframt getur forseti þess
í skýrslu sinni, “að nokkrir hinir smáu og afskektu söfnuðir
geti naumast talist við lýði.” Enda voru nöfn fjögra þeirra,
Crescentsafnaðar, Poplar Park safnaðar, Vestfoldsafnaðar
og Trinitatissafnaðar strikuð út af safnaðarskrá félagsins þá
á þinginu, vegna þess, að þeir voru hættir að starfa eða
formlega uppleystir. Milliþinganefnd sú í sameiningarmál-
inu, sem kosin hafði verið á síðasta þingi, hafði á árinu átt
vinsamlegt samtal við fulltrúa frá Mozartsöfnuði i Sask-
atchewan og Guðbrandssöfnuði í Manitoba; engin samnings-
tilraun var gerð á þeim samtalsfundi, en ákveðið, að halda
áfram samkomulags-viðleitninni af hálfu beggja aðilja.
Þar sem engir nýir söfnuðir höfðu bætst við á árinu í
stað þeirra fjögra, sem strikaðir voru út af safnaðaskrá árið
áður, voru þeir 58 er kirkjuþing kom saman 1922. Á þessu
ári hafði verið haldið ál'ram samkomulags-tilraunum við
söfnuði þá, sem fyrrum gengu úr kirkjufélaginu, og þó eigi
hefði enn fengist fult samkomulag, dró nú bersýnilega saman
með hlutaðeigendum; var sem áður fimm manna milliþinga-
nefnd kosin til að halda áfram samkomulags-tilraunum.