Sameiningin - 01.06.1935, Síða 49
97
kii'kjufélagið þar af mætum manni og nýtum. Um áramót
1928 hætti séra Jóhann Bjarnason prestsþjónustu i norðan-
verðu Nýja íslandi þar sem hann hafði verið prestur um
tuttugu ár; varð séra Sigurður Ólafsson, sem verið hafði
prestur í suðurhluta bygðarinnar (Gimli-prestakalli), eftir-
maður hans; gerðist séra Jóhann þá um tímabil trúboðs-
prestur kirkjufélagsins, en hefir á síðustu árurn þjónað
Gimli-prestakalli. Árið 1929 sagði séra Halldór E. Johnson
í Blaine, Washington, sig úr kirkjufélaginu og gerðist prestur
hjá nýmynduðum söfnuði “Hins sameinaða íslenzka kirkju-
félags” þar í bæ, og fylgdi honum inn í hinn nýja söfnuð
hópur af fyrverandi safnaðarfólki hans. Skarst þar úr leik
dugandi starfsmaður.
A næstu árum varð stórt skarð í prestafylking kirkju-
félagsins er að velli féllu þeir séra Hjörtur J. Leó og séra
Jónas A. Sigurðsson, sem höfðu verið yfir tuttugu ár starf-
andi prestar þess. Lézt séra Hjörtur 5. maí 1931, en séra
Jónas 10. maí 1933. Voru þeir báðir hæfileikamenn með af-
brigðum, lærdóms- og mælskumenn, sannir atkvæðamenn í
stétt sinni. Þeir höfðu og innt af hendi mörg verk í þarfir
kirkjufélagsins, auk prestsþjónustunnar, séra Hjörtur sem
kennari og skólastjóri Jóns Bjarnasonar skóla, og séra Jónas
sem skrifari félagsins um nokkurt skeið, auk þess sem hann
hafði átt sæti í ritstjórn Sameiningarinnar, í framkvæmdar-
nefnd félagsins og skólaráði Jóns Bjarnasonar skóla.*)
Bætir það þó úr skák, að allmargir nýjir prestar hafa
bæst félaginu á síðastliðnum árum. Guðfræðiskandidat EgiII
H. Fáfnis, sem útskrifast hafði frá lúterska prestaskólanum
í Maywood, Illinois, var vígður á lcirkjuþingi 1930, og varð
þá um haustið prestur safnaðanna í Argyle, en séra K. K.
Ólafsson hafði litlu áður látið af þjónustu hjá þeim og gerst
prestur Hallgrimssafnaðar í Seattle og jafnframt kennari í
Guðfræði við Pacific Theological Seminary jiar í borg um
tíma. Tveim árum síðar vígðist á kirkjuþingi guðfræðis-
kandidat Jóhann Friðriksson, sem lokið hafði námi við hinn
lúterska prestaskóla í Seattle, nú þjónandi prestur að Lundar,
*)Um séra Hjört J. Leó sjá ritgerö séra Björns B. Jónssonar, Samein-
ingin, maí 1931; “Endurminningar um séra Hjört J. Leó’’ eftir J. Magnús
Bjarnason, Eimreiðin, júlí—desember, 1932; og minningargreinar eftir
séra Guttorm Guttormsson, sem öðru hvoru hafa komið út í Lögltergi,
og enn er ólokið. Um séra Jónas A. Sigurðsson sjá greinar þeirra séra
Kristins K. Ólafssonar og séra Guttorms Guttormssonar í Sameiningunni,
maí, 1933; ennfremur ræðu séra Rögnvaldar Péturssonar og ritgerð J. J.
Bíldfells í Tímariti pjóðrœknisfélagsins, 1933.