Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1935, Page 49

Sameiningin - 01.06.1935, Page 49
97 kii'kjufélagið þar af mætum manni og nýtum. Um áramót 1928 hætti séra Jóhann Bjarnason prestsþjónustu i norðan- verðu Nýja íslandi þar sem hann hafði verið prestur um tuttugu ár; varð séra Sigurður Ólafsson, sem verið hafði prestur í suðurhluta bygðarinnar (Gimli-prestakalli), eftir- maður hans; gerðist séra Jóhann þá um tímabil trúboðs- prestur kirkjufélagsins, en hefir á síðustu árurn þjónað Gimli-prestakalli. Árið 1929 sagði séra Halldór E. Johnson í Blaine, Washington, sig úr kirkjufélaginu og gerðist prestur hjá nýmynduðum söfnuði “Hins sameinaða íslenzka kirkju- félags” þar í bæ, og fylgdi honum inn í hinn nýja söfnuð hópur af fyrverandi safnaðarfólki hans. Skarst þar úr leik dugandi starfsmaður. A næstu árum varð stórt skarð í prestafylking kirkju- félagsins er að velli féllu þeir séra Hjörtur J. Leó og séra Jónas A. Sigurðsson, sem höfðu verið yfir tuttugu ár starf- andi prestar þess. Lézt séra Hjörtur 5. maí 1931, en séra Jónas 10. maí 1933. Voru þeir báðir hæfileikamenn með af- brigðum, lærdóms- og mælskumenn, sannir atkvæðamenn í stétt sinni. Þeir höfðu og innt af hendi mörg verk í þarfir kirkjufélagsins, auk prestsþjónustunnar, séra Hjörtur sem kennari og skólastjóri Jóns Bjarnasonar skóla, og séra Jónas sem skrifari félagsins um nokkurt skeið, auk þess sem hann hafði átt sæti í ritstjórn Sameiningarinnar, í framkvæmdar- nefnd félagsins og skólaráði Jóns Bjarnasonar skóla.*) Bætir það þó úr skák, að allmargir nýjir prestar hafa bæst félaginu á síðastliðnum árum. Guðfræðiskandidat EgiII H. Fáfnis, sem útskrifast hafði frá lúterska prestaskólanum í Maywood, Illinois, var vígður á lcirkjuþingi 1930, og varð þá um haustið prestur safnaðanna í Argyle, en séra K. K. Ólafsson hafði litlu áður látið af þjónustu hjá þeim og gerst prestur Hallgrimssafnaðar í Seattle og jafnframt kennari í Guðfræði við Pacific Theological Seminary jiar í borg um tíma. Tveim árum síðar vígðist á kirkjuþingi guðfræðis- kandidat Jóhann Friðriksson, sem lokið hafði námi við hinn lúterska prestaskóla í Seattle, nú þjónandi prestur að Lundar, *)Um séra Hjört J. Leó sjá ritgerö séra Björns B. Jónssonar, Samein- ingin, maí 1931; “Endurminningar um séra Hjört J. Leó’’ eftir J. Magnús Bjarnason, Eimreiðin, júlí—desember, 1932; og minningargreinar eftir séra Guttorm Guttormsson, sem öðru hvoru hafa komið út í Lögltergi, og enn er ólokið. Um séra Jónas A. Sigurðsson sjá greinar þeirra séra Kristins K. Ólafssonar og séra Guttorms Guttormssonar í Sameiningunni, maí, 1933; ennfremur ræðu séra Rögnvaldar Péturssonar og ritgerð J. J. Bíldfells í Tímariti pjóðrœknisfélagsins, 1933.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.