Sameiningin - 01.06.1935, Page 55
103
þingi félagsins, var ákvörðunin um, að gefa nt kirkjulegt
tímarit, eins og vikið var að í frásögninni af því þingi. Hr.
B. L. Baldwinsson flutti það mál á þinginu, og var nefnd
manna, sem að framan voru taldir, kosin til að hrinda útgáfu-
fyrirtækinu af stokkunum. Var ritið nefnt Sameiningin
og kom fyrsta hefti þess (“sýnisblað”) út í desember 1885,
en fyrir alvöru hófst útgáfa þess í marz 1886, og hefir aldrei
orðið hlé á henni síðan. Er það því elzta íslenzkt tímarit
vestan hafs, fimtugt í marz komandi, og jafnframt elzt ís-
lenzkra kirkjurita. Upprunalega var ritið, sem jafnan hefir
komið út mánaðarlega, ein örk að stærð, en á tuttugu ára af-
mæli þess, 1906, var það stækkað um helming að arkatali,
og hélst svo fram á síðari ár þegar draga varð saman seglin
fjárhagsins vegna.
Séra Jón Bjarnason varð ritstjóri Sameiningarinnar er
hún hóf göngu sína og gegndi því starfi til dauðadags, eða
í full 28 ár. Tók þá við ritstjórninni séra Björn B. Jónsson,
er verið hafði aðstoðarritstjóri undanfarandi sjö ár og
gegndi henni einn næstn sex árin, og fram á allra síðustu
ár hefir hann löngum átt manna drýgstan þátt í henni. En
þessir hafa einnig átt þar hlut í: séra Guttormur Guttorms-
son, séra Kristinn Iv. ólafsson, séra Jónas A. Sigurðsson
og séra Rúnólfur Marteinsson, hinn fyrstnefndi þó lang
lengst, sem meðritstjóri í fjölda mörg ár og um eitt skeið
aðalritstjóri.
Þar sem Sameiningin er “mánaðarrit til stuðnings kirkju
og kristindómi,” hefir hún einkum flutt greinar, ræður og
erindi um trúmál, siðferðis- og fræðslumál, eða önnur þau
málefni, er kirkjuna snerta á einhvern hátt. Fjöldi sálma
og annara andlegra Ijóða hafa einnig birst þar, sögur og bók-
fregnir. Má sérstaklega geta þess, að innan spjalda hennar
er að finna mjög mikið af sálmum og öðrum andlegum kveð-
skap séra Valdimars Briem. Þar hafa einnig prentaðar verið
tvær stórmerkar þýddar skáldsögur, Ben Húr eftir Lewis Wal-
lace í þýðingu séra Jóns Bjarnasonar (1908-12, sérprentað
1912), og Helreiðin eftir Selmu Lagerlöf, í þýðingu séra Kjart-
ans Helgasonar (1924). Sem málgagn kirkjufélagsins hefir
Sameiningin að vonum einbeittlega haldið fram málstað þess
og stefnu í trúarskoðunum, og þessvegna óhjákvæmilega sætt
misjöfnum dómum. En merkilegt rit er hún, ]>egar litið er
yfir atburðaríkan, stundum stormasaman, hálfrar aldar feril
hennar. Þar er skráð ljósu letri saga kirkjufélagsins, bar-
átta, ósigrar og sigurvinningar lúterskrar kristni i Vestur-