Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1935, Síða 55

Sameiningin - 01.06.1935, Síða 55
103 þingi félagsins, var ákvörðunin um, að gefa nt kirkjulegt tímarit, eins og vikið var að í frásögninni af því þingi. Hr. B. L. Baldwinsson flutti það mál á þinginu, og var nefnd manna, sem að framan voru taldir, kosin til að hrinda útgáfu- fyrirtækinu af stokkunum. Var ritið nefnt Sameiningin og kom fyrsta hefti þess (“sýnisblað”) út í desember 1885, en fyrir alvöru hófst útgáfa þess í marz 1886, og hefir aldrei orðið hlé á henni síðan. Er það því elzta íslenzkt tímarit vestan hafs, fimtugt í marz komandi, og jafnframt elzt ís- lenzkra kirkjurita. Upprunalega var ritið, sem jafnan hefir komið út mánaðarlega, ein örk að stærð, en á tuttugu ára af- mæli þess, 1906, var það stækkað um helming að arkatali, og hélst svo fram á síðari ár þegar draga varð saman seglin fjárhagsins vegna. Séra Jón Bjarnason varð ritstjóri Sameiningarinnar er hún hóf göngu sína og gegndi því starfi til dauðadags, eða í full 28 ár. Tók þá við ritstjórninni séra Björn B. Jónsson, er verið hafði aðstoðarritstjóri undanfarandi sjö ár og gegndi henni einn næstn sex árin, og fram á allra síðustu ár hefir hann löngum átt manna drýgstan þátt í henni. En þessir hafa einnig átt þar hlut í: séra Guttormur Guttorms- son, séra Kristinn Iv. ólafsson, séra Jónas A. Sigurðsson og séra Rúnólfur Marteinsson, hinn fyrstnefndi þó lang lengst, sem meðritstjóri í fjölda mörg ár og um eitt skeið aðalritstjóri. Þar sem Sameiningin er “mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi,” hefir hún einkum flutt greinar, ræður og erindi um trúmál, siðferðis- og fræðslumál, eða önnur þau málefni, er kirkjuna snerta á einhvern hátt. Fjöldi sálma og annara andlegra Ijóða hafa einnig birst þar, sögur og bók- fregnir. Má sérstaklega geta þess, að innan spjalda hennar er að finna mjög mikið af sálmum og öðrum andlegum kveð- skap séra Valdimars Briem. Þar hafa einnig prentaðar verið tvær stórmerkar þýddar skáldsögur, Ben Húr eftir Lewis Wal- lace í þýðingu séra Jóns Bjarnasonar (1908-12, sérprentað 1912), og Helreiðin eftir Selmu Lagerlöf, í þýðingu séra Kjart- ans Helgasonar (1924). Sem málgagn kirkjufélagsins hefir Sameiningin að vonum einbeittlega haldið fram málstað þess og stefnu í trúarskoðunum, og þessvegna óhjákvæmilega sætt misjöfnum dómum. En merkilegt rit er hún, ]>egar litið er yfir atburðaríkan, stundum stormasaman, hálfrar aldar feril hennar. Þar er skráð ljósu letri saga kirkjufélagsins, bar- átta, ósigrar og sigurvinningar lúterskrar kristni i Vestur-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.