Sameiningin - 01.06.1935, Blaðsíða 59
107
i'élagi Meþódista. Var séra Friðrik J. Bergmann ráðinn til
þess embættis, og byrjaði sú kensla þá um haustið (1901).
Fékk síðan skólanefnd kirkjufélagsins því til leiðar komið,
að íslenzka varð löglega viðurkend námsgrein í undirbún-
ingsdeildum og tveim lægri bekkjum Co/Zefl'e-skólanna i
Manitoba. Hélst samband þetta við Wesley-skólann þar til
1909.
í annan stað var haldið áfram málaleitan við Gust. Ad.
College í St. Peter um stofnun annars kennara-embættis þar.
Ivomst það og á haustið 1905; var þar ráðinn kennari hr.
Magnús Magnússon frá Reykjavík, og gegndi hann því em-
bætti þar lil vorið 1909.
Á kirkjuþingi í Selkirk í júní 1908 var í einu hljóði sam-
þykt að leggja niður bæði kennara-embættin að ári liðnu.
Kennara-embættið við Gust. Ad. College þótti ekki borga sig,
þar sem svo fáir nemendur fengust þangað. Aftur á móti
hafði aðsókn verið all-mikil að Wesley College. En bæði
var það, að ýmsir í kirkjufélaginu voru ónáægðir með það,
að skólafyrirtæki kirkjufélagsins væri í sambandi við ólút-
erska mentastofnun, og í annan stað ágreiningur orðinn í
trúarefnum milli kenuarans og meiri hluta kirkjufélagsins,
og þótti þá líklegast til samkomulags, að hætt væri við kenn-
ara-embættið. Fyrirkomulag þetta hafði aldrei verið ætlað
nema til bráðabirgða, og var því hvað eítir annað lýst yfir á
kirkjuþingum, að kirlcjufélagið héldi eigi að síður i'ast við
upprunalega hugmynd um sjálfstæðan kirkjufélagsskóla.”
(Minningarrit aldarfjórðungs'-afmælis kirkjufélagsins, bls.
54-56).
Á næstu árum gerðist það helzt í skólamálinu, að kenn-
ara-embættið í íslenzku við Wesley College var endurreist
1910 með séra Rúnólf Marteinsson sem kennara, og gegndi
hann því starfi til 1913. Féll þá niður kensla þessi af hálfu
kirkjufélagsins, sem um rúman áratug hafði, í höndum hæfra
manna og áhugasamra, borið mikinn árangur, og meðal ann-
ars stuðlað að því, að íslenzk tunga og bókmentir höfðu verið
viðurkend sem námsgreinar í lægri deildum Manitobahá-
skóla. Var það út af fyrir sig ekki lítil sigurvinning.
En því féll niður íslenzku-kenslan, sem kirkjufélagið
hafði haldið uppi við Wesley College, að kirkjuþingið 1913
hafði einróma samþykt, að byrjað skyldi þegar þá um
haustið á sjálfstæðu skólahaldi að tilhlutun kirkjufélagsins;
jafnframt hafði séra Rúnólfur Marteinsson verið kvaddur
til að veita skólanum forstöðu, og varð hann við þeirri beiðni.