Sameiningin - 01.06.1935, Page 63
111
hann eigi aðeins átt erfitt uppdráttar fjárhagslega, heldur
einnig niætt andúð új- ýmsurn áttum, og nokkur styr um
hann staðið, þó hann, á hinn bóginn, eigi fjölda vina og vel-
unnara. Á síðustu árum hefir aðsókn íslenzkra nemenda
að honum, eflaust af mörgum ástæðum, verið stórum minni
en vera ætti, þar sem hér er um að ræða einu íslenzka menta-
stofnun í Norður-Ameríku; er það vinum skólans harmsefni
og áhyggju, að svo hefir snúist, og tækifæri þau til náms ís-
lenzkrar tungu og fræða, sem þar biða nemenda, ónotuð
látin. Mun því ýmsum fara svo að þeir spyrji með skóla-
stjóranum, séra Rúnólfi Marteinssyni: “Er nú ársstraumur-
inn, sem her oss burtu frá íslenzkri hugsun, orðinn oss algjörl
ofurefli, eða hafa Vestur-íslendingar glatað áhuganum fyrir
því, að fá ungu kynslóðinni i hendur gullið, sem þeir fengu
l'rá feðrum sínum?” (Sameiningin, janúar, 1933, bls. 8).
Fjöldamargir af prestum kirkjufélagsins og leikmönnum
þess hafa á liðnum árum átt sæti í skólaráði Jóns Bjarna-
sonar skóla og unnið því málefni mikið og vel, þó eigi verði
þeir hér taldir; en formenn skólaráðsins hafa þessir þeirra
verið: séra N. S. Thorláksson, séra K. K. ólafsson, séra
Björn B. Jónsson, séra Rúnólfur Marteinsson (um tíma er
hann hafði hvorki kenslu eða skólastjórn á hendi), og nú
síðustu árin Jóir J. Bíldfell, sem lengi hafði verið vara-for-
maður, og verið hefir og er einhver ótrauðasti formælandi
skólans og stuðningsmaður. Ágætan talsmann átti skólinn
einnig í séra Jónasi A. Sigurðssyni, sem árum saman átti
sæti í skólaráðinu, eins og fyr var drepið á. Núverandi ritari
og féhirðir skólaráðsins þeir dr. Jón Stefánsson og S. W.
Melsted, hafa í mörg ár samfleytt skipað þau sæti með ötul-
leik og trúmensku; einkum hefir dr. Jón Stefánsson flestum
fremur borið hag skólans fyrir brjósti og stvrkt hann með
rífum fjárgjöfum.
Elliheimilið “Betel”
Langt er síðan að raddir fóru að koma fram um það
meðal íslendinga vestan hafs, að brýn nauðsyn væri á elli-
heimili handa íslenzkum gamalmennum þarlendis, sem þörf
var hvildar eftir langan og erfiðan starfsdag, en áttu hvergi
vísan griðastað í vökulokin. Stóð nauðsyn slíkrar stofnunar
í sérstöku og nánu sambandi við landnám íslendinga í Vest-
urheimi, eins og Dr. B. J. Brandsson, tók réttilega og glögt
lram í ræðu á 18. afmælissamkomu “Betels” (1933):
“Hingað komu margir, hæði menn og konur, sem þegar