Sameiningin - 01.06.1935, Blaðsíða 66
114
verið bækistöð elliheimilisins síðan. Rúmaði það um 40
gamalmenni. Engu að síður varð það í'ljótt alskipað, og
fengu færri aðgang en vildu. Fjárhagur stofnunarinnar
leyfði þó eigi að byggingin væri stækkuð fyr en sumarið
1928; en þá gerði stórgjöf, $10,000 að upphæð, frá C. H.
Thordarson, hinum kunna íslenzlca hugvitsmanni og verk-
smiðjueiganda, stjórnarnefndinni í'ært, að láta byggja stóran
og einkar vandaðan viðauka, sem rúmar 16 til 18 manns.
Jafnhliða var aðalbyggingin stórum endurbætt. Fullnægir
elliheimilið síðan nokkurn veginn þörfum íslendinga vestan
hafs.
Síðan j>að var stækkað hai'a vistmenn að jafnaði verið
milli 50 og 60. En sé Jitið ylir skýrslur heimilisins frá byrj-
un, kemur það í ljós, að nálægt 200 gamalmenni hafa átt þar
athvarf, og hafa flestar hinar stærri bygðir íslendinga vestan
hafs sent þangað vistmenn, þó langflestir hafi eðlilega komið
frá Manitoba, og þar næst frá Saskatchewan. Það yfirlit
sýnir einnig ljóslega, hver stórnauðsyn hefir verið slíkrar
stofnunar og hversu mikið mannúðarstarf lnin hefir þegar
unnið Vestur-íslendingum til gagns og sæmdar. Er það því
eigi ofsagt, að með stofnun elliheimilisins “Betel” hafi mikið
gæfuspor stigið verið, enda hefir það átt, og á, mjög miklum
vinsælduin almennings að fagna.
Þrátt fyrir viðskifta- og atvinnuörðugleika, er fjárhagur
heimilisins góður, og standa til þess ýmsar ástæður. Árlega
berast því fjárgjafir og ýmsra nauðsynja frá almenningi, þó
farið hafi þær minkandi síðari árin, sem sízt skyldi. Nokk-
urra stórgjafa hefir það einnig orðið aðnjótandi, auk þeirra,
sem nefndar hafa verið, en rúm leyfir eigi að telja; (Sjá af-
mælisræðu Dr. Brandsons í Lögbergi og skýrslur stjórnar-
nefndar heimilisins í gjörðabókum kirkjuþinga frá því að
það var stofnað). Ellistyrks-löggjöfin í Manitoba hefir þó
reynst “Betel” mesta stoðin fjárhagslega, en hún gerir það
að verkum, að meiri hluti vistmanna geta að mildu leyti
borgað fyrir dvöl sína á heimilinu. Árum saman fékk “Betel”
einnig, sem aðrar þesskonar stofnanir Manitobafylkis, nokk-
urn opinberan styrk árlega ($500.00), en fyrir fjórum árum
síðan afsalaði stjórnarnefndin sér honum, og gerir dr. Brand-
son þessa grein fyrir þeirri ráðbreytni í afmælisræðu sinni:
“Þessi styrkur var tiltölulega minni en hvað aðrar samkyns
stofnanir í fylkinu voru aðnjótandi. Samt var það notað
til að gera stofnunina tortryggilega í augum manna. óhlut-
vandir menn gáfu það í skyn, að óþarfi væri að leggja fé til