Sameiningin - 01.06.1935, Blaðsíða 72
120
vorar eru nú búnar að innanstokksmunum.” (Kvenfélags-
starfsemi frá ýmsum hliðum,” Árdís, 1933, bls. 27). ómældur
er einnig sá skerfur, sem konurnar hafa lagt í sjóð safnaða
sinna, að ógleymdri hlutdeild í margskonar líknarstarfsemi,
sem aldrei verður á vog vegin eða í álnum reiknuð.
Til þess að sannfærast um, hve víðtæk starfsemi kven-
félaganna íslenzku vestan hafs, í þarfir kristni og kirkju,
hefir verið á Jiðnum árum, og er enn, nægir að lesa hinu ítar-
legu ritgerð Mrs. Ingibjargar ,T. ólafsson, “Félagssamtök ís-
lenzkra lúterskra kvenna í Vesturheimi” (Árdis, 1933, l)ls.
6-13). Er þar rakin saga 30 kvenfélaga, sem starfað hafa
árum saman og eru enn starfandi, og eiga sammerkt í því, að
þau hafa nær undantekningarlaust “verið mynduð með því
augnamiði, að hlynna að kirkjulegu starfi og líkna bág-
stöddum.” Yfirlit þetta sýnir einnig, að slik félög hafa
stofnuð verið í öllum stærri söfnuðum kirkjufélagsins og
helztu bygðum fslendinga. Elzt er kvenfélag Víkursafnaðar
að Mountain, sem stofnað var 1883 og hefir starfað samfleytt
með mikilli prýði í meir en hálfa öld. Allmörg önnur kven-
félög eiga hálfrar aldar starl'semi í ár eða á næstunni.
Auk kvenfélaganna getur Mrs. ólafsson um þrjú trúboðs-
félög kvenna, sem starfandi eru innan kirkjufélagsins, og
eigi allfá “Dorcas”-féIög ungra kvenna, seni vinna að kirkju-
málum og líknarstarfi. Ennfremur minnist hún þess, að á
stríðsárunum voru nokkur kvenfélög mynduð til að hlynna
að hermönnunum, sem nú munu þó hafa hætt starfi að
undanteknu Jóns Sigurðssonar félaginu í Winnipeg.
Á síðari árum hafa hin einstöku kvenfélög sameinast í
stærri heild, og segir Mrs. ólafsson svo frá þeim samtökum:
“ÖII voru þessi félög meira og minna einangruð hvert frá
öðru. Styrkur hefði þeim verið að því frá byrjun, hefði eitt-
hvert samband verið á milli þeirra. Fyrir nærfelt þrjátíu
árum mun hafa fyrst verið vakið máls á því opinberlega, að
æskilegt væri að öll lcvenfélög innan Hins evangeliska lúterska
kirkjufélags í Vesturheimi sameinuðust. Var það frú Lára
Bjarnason, er vakti máls á þessu. Fékk málið ekki byr undir
vængi þá, og var ekkert frekar gert í þá átt þar til veturinn
1924, að málið var innleitt á ný í sama félagi af þáverandi for-
seta þess, frú Guðrúnu Johnson. Var málinu þá vel tekið
og var nefnd skipuð til að hafa j>að með höndum. Varð
árangurinn sá, að fundur var haldinn í Selkirlc, Man., 20. júni,
1925, til ]>ess að ræða málið frekar. Mættu ]>ar konur frá
Upham, N. D„ Langruth, Man., Minneota, Minn., Selkirk,