Sameiningin - 01.06.1935, Blaðsíða 77
125
þetla haí'i verið mikið rætt á þingum og í riti (sjá Samcin-
inguna og Lögberg 1930-1933), var meiri hluti því andvígur,
er til prófs-atkvæðagreiðslu kom á kirkjuþinginu 1933, og
var það þar með tekið af dagskrá, að minsta kosti í bráð.
En ekki er ólíklegt, að dragi að því að kirkjufélagið bindist
félagsböndum við einhverja stærri kirkjudeild lúterska í Vest-
urheimi, þó með því skilyrði, að það glati hvorki félagslegu
né þjóðernislegu sjálfstæði sínu.
TRÚARSTEFNA OG TRÚARLÍF
Hcr að framan hel'ir í stuttu máli verið rakin saga
kirkjufélagsins á förnum fimtíu árum, sér í lagi hin ijtri saga
þess, þó skygnst hafi verið hér og þar undir yfirhorðið og
nokkru ljósi hrugðið á öfl þau, sem að verki hafi verið að
baki atburða þeirra og athafna, sem lýst hefir verið. Á nú
við að fara nolckrum orðum, þó þeim málum verði hér all of
lítil skil gerð, um þær trúarskoðanir, sem ráðið hafa innan
kirkjufélagsins á hálfrar aldar æfi þess, og sett hafa svip
sinn á alla starfsemi ]>ess og á trúarlífið innan safnaða þess.
Eins og nafn kirkjufélagsins bendir til, hefir það frá
byrjun staðið á evangelisk-Iúterskum trúargrundvelli. Séra
Jón Bjarnason, forseti þess, nálega aldarfjórðung, og sá mað-
urinn, sem mest allra mótaði stefnu þess framan af árum,
hélt fram trúarstefnu þeirri, sem þá réði í kirkjumálum á
íslandi, og næsta frjálslynd mátti leljast, að minsta kosti í
samanburði við trúarstefnur ýmsra lúterskra kirkjudeilda
vestan hafs. Upprunaleg grundvallarlög kirkjufélagsins
(1885) bera órækt vitni þeirri staðhæfingu.
En ekki varð þessi tiltölulega frjálslynda stefna séra
Jóns lengi einráð í kirkjufélaginu. Stórum íhaldssamari og
kreddufastari kirkjustel'na barst inn í það snemma á árum,
frá þýzk-ameriska kirkjufélagssambandinu “General Coun-
cil,” með prestum félagsins, sem stundað höfðu nám á skól-
um sambandsins. Fyrir áhrif frá þeim, ekki sízt séra Friðrik
J. Bergmann, sveigðist séra Jón, og stefna kirkjufélagsins i
heild sinni, í íhaldssamari og strang-lúterskri átt, í anda of-
annefnds kirkjusambands.* Verður það hverjum þeim Ijóst,
sein ber saman upprunaleg grundvallarlög kirkjufélagsins og
grundvallarlaga-breytinguna frá 1896, þar sem félagið játast
*)Smbr. fyrirlestur séra Jóns Bjarnasonar “Apcjogia pro vita sua,” Ára-
vnót, 1909, bls. 47-49, og minningargrein um séra F. J. Bergmann í
Antlvara, 1919, bls. X-XX.