Sameiningin - 01.06.1935, Qupperneq 80
128
Jafnframt hefir félagið á margan hátt, eins og fram hefir
verið tekið í sambandi við starfsmál þess og stofnanir, verið
máttarstoð í varðveizln íslenzkrar tungu og menningarerfða
í Vesturheimi, og hefir í því starfi reynzt trútt hugsjónum
stofnenda þess og orðið endurspeglun af lífi höfuðleiðtoga
þess, séra Jóns Bjarnasonar, sem helgust voru tvö málefni:
kristin trú og íslenzkt þjóðerni. Þórhallur biskup Bjarnason
fór því eigi villur vegar, er hann sagði, að kirkjufélagsskap-
urinn hefði reynst mestur og beztur vörður íslenzkrar tuugu
og islenzks þjóðernis vestan hafs.* Mun félagið með fram-
haldandi starfsemi sinni halda áfram að vinna þjóðernismál-
unuin gagn, þó örðugri gerist nú aðstaðan en áður var, og
nokkur skoðanamunur á þeim málum kunni að eiga sér stað
innan félagsins.
Fer svo vel á því, að ljúka þessu söguágripi kirkjufélags-
ins með eftirfarandi ummælum núverandi forseta þess, séra
Kristins Iv. ólafssonar, úr forsetaskýrslu hans í fjörutiu ára
afmæli þess (1924):
“Hefir þessi félagsskapur náð almennari útbreiðslu og
staðið lengur en nokkur annar félagsskapur meðal Vestur-
íslendinga. Hefir líka rækt víðtækara starf en nokkur fél-
agsskapur annar vor á meðal. Þessu samfara hefir það fyigt,
að meðlimir kirkjuíelagsins og vinir starfs þess hafa lagt
á sig meira íelagsskaparins vegna, en dæmi munu vera til
í öðrum félagsskap vor Vestur-íslendinga. Á þetta er ekld
hent til að miklast af því, heldur sem vott þess, að þrátt
allra annmarka, sem eru og hafa verið á kirkjulífi voru,
virðist auðsætt, að kristindómsmálefnið eigi sterkari ítök
í hjörtum fólks alment, en nokkurt annað félagsmál. Mér
finst það þeim mun greinilegri vottur þess, sem kirkjufélag
vort hefir orðið í allri sögu sinni fyrir nákvæmari og tíðari
gagnrýni en nokkur annar félagsskapur, en þó allir veru-
Iegir og ímvndaðir brestir þess hafi þráfaldlega verið út-
breiddir frammi fyrir almenningi, hefir trygð við félags-
skapinn farið vaxandi. Ekki legg eg þetta þannig út, að
eigi hafi oft með réttu mátt finna ýinislegt að, heldur hafi
hitt vegið meira, að sú meðvitund hefir orðið til, að í fél-
*)í minningargrein sinni um séra Jón Bjarnason í Andvara, 1915, bls.
10, Smbr. einnig eftirfarandi ummæli séra Rögnvaldar Péturssonar: “Sá
félagsskapurinn, sem orðið hefir varanlegastur, er hinn kirkjulegi félags-
skapur, og getur engum blandast hugur um það, að hann hafi verið
öflugasta stoðin fyrir þjóðerni vort hér.” (“pjóðræknissamtök meðal ís-
lendinga í Vesturheimi,” Tímarit pjóðrœknisfélagsins, 1919, bls. 100).