Sameiningin - 01.06.1935, Blaðsíða 84
131
71. Betaníusöfnuður í nánd við Hayland, austanvert við
Manitobavatn. Stoínaður 1914. Gekk í kirkjufélagið á
þingi 1915.
72. Betelssöfnuður í Silver Bay við Manitobavatn.
Stofnaður árið 1914. Gekk í kirkjufélagið á kirkjuþingi
1915.
73. Skálholtssöfnuður, í kringum Reykjavíkur póst-
hús við vestanvert Manitobavatn. Stofnaður árið 1914. Gekk
í kirkjufélagið á kirkjuþingi 1915.
74. Hólasöfnuður, við Ashain Point, vestur af Reykja-
víkur pósthús-umdæmi. Stofnaður árið 1914. Gekk í kirkju-
félagið á kirkjuþingi 1915.
75. Þingvallasöfnuður í N. Dakota. Lagðist niður
seinni part árs 1915.
76. Péturssöfnuður í N. Dakota (sjá 60). Gekk í kirkju-
félagið á ný á kirkjuþingi 1916.
77. Sléttusöfnuður í Satkatchewan. Gekk í kirkjufé-
lagið á kirkjuþingi 1916. Hafði áður starfað í allmörg ár
sem óháður söfnuður.
78. Elfrossöfnuður í Saskatchewan. Stofnaður árið
1916. Gekk í kirkjufélagið á þingi það sama ár.—
79. Poplar Park söfnuður, austan Rauðár, norður af
Selkirk í Manitoba. Stofnaður 191 (j. Gekk í kirkjufélagið
á þingi það sama ár.
80. Herðubreiðarsöfnuður, í Langruth, Manitoba, og
þar í grend. Stofnaður 1916. Gekk í kirkjul’élagið á þingi
það sama ár.
81. Trínitatissöfnuður, í Big Grass-bygð, vestur af
Langruth. (Sjá 41). Stofnaður 1903, en hafði lagst niður.
Endurreistur 1916 og gekk í kirkjufélagið á þingi það sama
ár.
82. Víðissöfnuður, norðvestast í Nýja íslandi. Stofn-
aður haustið 1914. Gekk í kirkjufélagið á ársþingi 1917.
83. Síonsöfnuður í grend við Leslie, Sask. Var mynd-
aður af fólki úr Kristnessöfnuði 1917. Gekk í kirkjufélagið
á kirkjuþingi það sama ár.
84. Strandarsöfnuður, vestanvert við Manitobavatn,
norður af Langruth. Stofnaður 1917. Gekk í kirkjutelagið
á kirkjuþingi það sama ár.
85. Winnipegosissöfnuður í Manitoba. Stofnaður
haustið 1917. Gekk í kirkjufélagið á kirkjuþingi 1918.
86. Oddasöfnuður í Manitoba, í grend við bæinn Winni-
pegosis. Stofnaður haustið 1917. Gekk í kirkjufélagið 1918.