Sameiningin - 01.06.1935, Blaðsíða 86
133
PRESTAR KIRKJUFÉLAGSINS
Jón Bjarnason, D.D. Fæddur 15. nóvember 1845. Vígður
29. september 1869. Prestur Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg.
Dáinn 3. júní 1914.
Hans Baagöe Thorgrímsen. Fæddur 21. ágúst 1853.
Vígður í júní 1882. Var prestur að Akra og Mountain, N. D.
Hefir á seinni árum um langt skeið þjónað hjá Norðmönn-
um. Á nú heima í Grand Forks, N. Dak.—
Friðrik J. Bergmann. Fæddur 15. apríl 1858. Vígður
17. júní 1886. Var prestur að Garðar, N. D., en síðan kennari
í íslenzku við Wesley College og prestur Tjaldbúðarsafnaðar
í Winnipeg. Sag'ði sig úr kirkjufélaginu 3. ágúst 1909. Dáinn
11. apríl 1918.
Magnús J. Skaftason. Fæddur 4. febrúar 1850. Vígður
9. maí 1875. Var prestur að Hnausum í Nýja íslandi. Sagði
sig úr kirkjufélaginu 3. apríl 1891. Dáinn 8. marz 1932.
Níels Steingrímur Thorláksson. Fæddur 20. janúar 1857.
Vígður 21. ágúst 1887. Lengi prestur í Selkirk, Manitoba.
Á nú heima að Mountain, N. Dak.
Hafsteinn Pétursson. Fæddur 4. nóvember 1858. Vígð-
ur 9. febrúar 1890. Prestur í Argylebygð, Manitoba, en varð
síðan prestur Tjaldbúðarsafnaðar, í Winnipeg, er hann stofn-
aði árið 1894. Sagði sig úr kirkjufélaginu 15. júní 1896.
Dáinn í Kaupmannahöfn 31. október 1929.
Björn B. Jónsson, D.D. Fæddur 19. júní 1870. Vígður 25.
júní 1893. Lengi prestur íslendinga í Minnesota. Nú prestur
Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg.
Jónas Ari Sigurðsson. Fæddur 6. maí 1865. Vígður 25.
júní 1893. Var prestur í Dakota, Seattle, Wn.; Þingvallaný-
lendu í Saskatchewan og í Selkirk, Manitoba. Dáinn 10.
maí 1933.
Oddur Vigfús Gíslason. Fæddur 8. apríl 1836. Vígður
28. nóvember 1875. Var prestur í Nýja íslandi. Sagði sig
úr kirkjufélaginu 24. ágúst 1903. Dáinn 10. jan. 1911.
Þorkell ólafur Sigurðsson. Fæddur 30. apríl 1866.
Vígður 30. júní 1895. Dáinn 27. desember 1895.
Jón J. Clemens. Fæddur 5. september 1872. Vígður 28.
júní 1896. Prestur í Argylebygð fram um aldamót, en síðan
prestur hjá ensk-Iúterskum söfnuðum. Dáinn 19. september
1934.
Rúnólfur Marteinsson. Fæddur 26. nóvember 1870.
Vígður 7. maí 1899. Prestur í Nýja íslandi. Varð síðan