Sameiningin - 01.06.1935, Qupperneq 87
134
kennari í íslenzku við Wesley College, í Winnipeg. Skóla-
stjóri Jóns Bjarnasonar skóla um langt skeið, og þjónaði þá
meðfram Skjaldborgarsöfnuði í Winnipeg um nokkurra ára
tímabil.
Pétur Hjálmsson. Fæddur 15. maí 1863. Vígður 21.
júní 1903. Prestur að Markerville, Alta.
Friðrik Hallgrímsson. Fæddur 9. júní 1872. Vígður 12.
október 1898. Lengi prestur í Argylebygð, Manitoba. Síðaii
1925 annar prestur við dómkirkjuna í Reykjavík.
Kristinn K. Ólafsson. Fæddur 28. september 1880.
Vígður 26. júní 1904. Lengi prestur islendinga í Dakota.
Siðar prestur í Argylebygð. Nú prestur Hallgrímssafnaðar
í Seattle, Washington.—Forseti kirkjufélagsins.
Jóhann Bjarnason. Fæddur 7. desember 1865. Vígður
17. maí 1908. Hefir verið prestur að Hnausum, Árborg og
Gimli í Nýja íslandi.—Skrifari Idrkjufélagsins.
Runólfur Fjeldsted. Fæddur 17. maí 1879. Vígður 14.
júní 1908. Prestur í Vatnabvgðum í Saskatchewan um noltk-
urra ára skeið. Siðair kennari í grískum og latneskum fræð-
um við enska mentaskóla. Dáinn 12. júní 1921.
Hjörtur J. Leó. Fæddur 6. janúar 1875. Vígður 2. maí
1909. Prestur í Þingvallanýlendu, í Saskatchewan. Þjónaði
um tíma hjá íslendingum á Kyrrahafsströnd. Var all-Iengi
prestur að Lundar og um leið, um nokkurt tímabil, prestur
Herðubreiðarsafnaðar á Langruth, og Betaníu og Jóns
Bjarnasonar safnaðar austan Manitobavatns. Kennari á tíma-
bilum við Jóns Bjarnasonar skóla, og um eitt skeið þar
skólastjóri.—Dáinn 5. maí 1931.
Sigurður S. Christopherson. Fæddur 21. apríl 1876.
Vígður 27. júní 1909. Trúboðsprestur kirkjufélagsins. Síðan
prestur Herðubreiðarsafnaðar að Langruth og Betelssafnaðar
í Silver Bay. Nú prestur í Þingvallanýlendu í Saskatchewan,
búsettur að Bredenbury, Sask.
Guttormur Guttormsson. Fæddur 10. desember 1880.
Vigður 27. júní 1909. Trúboðsprestur kirkjufélagsins. Síðan
prestur í Þingvallanýlendu í Saskatchewan. Nú prestur ís-
lendinga í Minnesota, búsettur að Minneota, Minn.
Carl J. Olson. Fæddur 24. nóvember 1884. Vígður 29.
apríl 1911. Trúboðsprestur kirkjufélagsins. Síðan prestur
að Gimli, Manitoba. Um tíma þjónandi hjá enskum söfnuð-
um í Saskatchewan. Var nokkur ár prestur íslendinga i
Vatnabygðum, þá búsettur að Wynvard. En nú prestur
Central Lutheran Church, í Seattle, Washington.