Sameiningin - 01.06.1935, Síða 88
Sigurður ólafsson. Fæddur 14. ágúst 18S3. Vígður 14.
febrúar 1915. Prestur íslendinga á Kyrrahafsströnd. Síðan
þjónandi prestur að Gimli. Nú prestur að Árborg, Manitoba.
Steingrímur Octavíus Thorláksson. Fæddur 2(j. maí
1890. Vígður 25. júní 1910. Ivristniboði kirkjufélagsins í
Japan.
Halldór E. Johnson. Fæddur 12. september 1887. Vígður
6. janúar 1918. Prestur íslendinga í austurhluta Vatnabygða
í Saskatchewan. Síðan prestur í Blaine, Washington. Sagði
sig úr kirkjufélaginu 1929.
Adam Þorgrímsson. Fæddur 8. júlí 1879. Vígður 4. maí
1919. Prestur safnaðanna við Manitobavatn, þá búsettur
að Hayland, Manitoba. Síðan prestur að Lundar. Dáinn 20.
nóvember 1924.
Haraldur Sigmar. Fæddur 20. október 1885. Vígður 18.
júní 1911. Prestur fslendinga í Vatnabygðum í Saskatche-
wan, þá búsettur að Wynyard. Nú prestur íslendinga í
Dakota, búsettur að Mountain. Vara-forseti kirkjufélagsins.
Páll Sigurðsson. í allmörg ár þjónandi prestur að
Garðar, N. D. Gekk í kirkjufélagið á kirkjuþingi 1924. Hvarf
til fslands árið 1920. Nú prestur í Bolungarvík.
Valdimar J. Eylands. Fæddur 3. marz 1901. Vígður 21.
júní 1925. Varð prestur Melanktonssafnaðar að Upham,
N. 1). Þjónaði og um nokkurra ára skeið hjá Norðmönnum
að Makoti þar i ríki. Er nú prestur hjá ensk-lúterskum
söfnuði í Bellingham, Wn., en þjónar um leið íslenzku söfn-
uðunum í Blaine og á Point Roberts.—
Kolbeinn Sæmundsson. Fæddur 1. ai>ríl 1888. Vígður
20. júní 1927. Fyrst prestur Hallgrímssafnaðar í Seattle.
Síðan þjónandi prestur í St. James Lutheran Ghurch þar í
borg.
Egill H. Fáfnis. Fæddur 24. júlí 1898. Vígður 22 júní
1930. Prestur fslendinga í Agrylebygð, búsettur að Glenboro,
Manitoba. Vara-skrifari kirkjufélagsins.
Jóhann Friðriksson. Fæddur 18. nóvember 1899. Vígður
19. júní 1932. Trúboðsprestur kirkjufélagsins. Síðan þjón-
andi prestur Lundarsafnaðar, Lúterssafnaðar í Grunnavatns-
bygð og Herðubreiðarsafnaðar að Langruth. Búsettur að
Lundar, Manitoba.—
Guðm. P. Johnson. Fæddur 20. apríl 1880. Vígður 24.
júní 1934. Prestur íslendinga í austurhluta Vatnabygða í
Saskatchewan. búsettur að Foam Lake, Sask,—