Sameiningin - 01.04.1924, Blaðsíða 25
119
gaflinum, skildist henni, að ós‘k hennar væri í þann veginn aS ræt-
ast, og þá glaðnaði yfir henni. Hún reyndi ekki að segja neitt, en
hélt sér vakandi og vissi af sér.
Gengið heyrist um úti'dyr, og hún rís nærri því upp í rúminu.
María kemur í stofugættina, en lýkur ekki upp til fulls. “Eg má
ekki koma inn,” segir hún. “Það stendur kuldi af mér. Viltu ekki
finna mig utarfyrir, A,nna?” Henni varð litið á Jódísi og sá, hverj-
um vonar-augum hún starði til dyra. “Hann finst ekki enn,” segir
María (þá. “En eg ihefi fundið Gústaf og nokkra fleiri af okkar
mönnum og þeir lofa að hafa uppi/á honurn. Eg er ekki hrædd
um, að hann Gústaf færi þér hann ekki, Jódís mín, ef þess er mokkur
kostur.” Óðar en hún slepti orðinu, var Jódís lögst út af með aug-
un aftur, og draumsjónirnar komu af nýju, sem höfðu staðið henni
fyrir augum allan daginn.
Maria tók eftir því, og virtist verða gröm af. “Það vantar
ekki, að hún sjái hann,” segir hún, en tók sig svo á: “Guði sé lof;
ekki getur verið ólán að það verði, sem Guð vill.”
Hún fór úr dyrunum út í ytri stofuna og Anna á eftir.
Þar stóð þá kona, á að gizka þrítug að aldri eða tæplega það.
En hún var svo mögur og skorpin, sem karar-kerling væri, grá og
guggin, liárið þunt, hrukkurnar á andlitinu harðar. 'Þar á ofan var
hún töturlega til fara, aumasti húsgangs-ræfill.
Önnu varð starsýnt á konu þessa og fyltist skelfingu. Sök sér
var um tötrana og ellimörkin. Hitt var átakanlegra, hve andlitið
var sviplaust, eins og hún vissi ekki i þenna heim né annan. Þó að
hún stæði þarna, hreifði sig og gengi til, var svo að sjá, sem hún
vissi ekki hvar hún væri. Hún hafði auðsjáanlega tekið svo mikið
út, að hún var að því komin að missa vitið.
“Það er Una, konan hans Davíðs Hólrh,” sagði María. “Eg
fór til að kalla á 'hann, konf heim' til þeirra og fann hana þá svona
á sig k'omna. Hann var farinn út, en hún var þar inni á róli, og
gegndi mér engu orði, hvernig sem eg spurði hana. Eg þorði ekki
að yfirgefa hana, og fékk hana svo með mér hingað.”
“Er þetta konan hans Daviðs ?” segir Anna. “Eg hefi áreiðan-
lega séð hana áður, en eg þekki hana ekki aftur. Hvað skyldi hafa
komið fyrir hana ?”
“Það er svo sem auðvitað,” segir María, og gat ekki orðum að
því komið hve sár-reið hún var. “Maðurinn hennar er að kvelja
úr henni lífið.”
Anna virti konuna fyrir sél vandlega. Augun stóðu út úr
höfðinu og störðu út í bláinn. Hún neri saman fingrunum í sífellu
og við og við heyrðust tennurnar nötra sarnan.
“Hvað hefir hann gert henni?” sagði Anna.
“Eg veit ekki,” segir María. “Hún hefir engu getað .svarað
mér. Hún nötraði svona, þegar eg kom til hennar. Börnin voru
ekki imni. Engan var að spyrja. Guð minn góður, að þetta s'kyldi
nú vilja til í dag! Hvernig á eg að sinna henni nú, þegar eg ætl-