Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1924, Síða 13

Sameiningin - 01.04.1924, Síða 13
107 aðsókn, og orðiÖ til mikils gróða fyrir málefnið. Þar sem ekki er föst prestsþjónusta, gætu leikmenn staÖiÖ fyrir samkomum til aÖ ræÖa málið og vekja áhuga fyrir því. Sumir kynnu heldur að kjósa að hafa þetta einum sunnudegi fyrri til undirbúnings sunnudagsskóla-sunnudeginum. 'Mér finst, að ef dagur þessi á að ná tilgangi sínum, ætti hver einasti sunnudagsskóli að setja sér það augnamið, að taka eitt- hvert ákveðið framfaraspor þennan dag, auk þess, að reyna að auka aðsókn og glæða áhuga fyrir skólanum alment. Að fá land- kort eða kenslutæki, sem vanhagað hefir um, að stofna deild fyrir fermda og fullorðna, hafi hún áður ekki verið til, að koma á föstu skipulagi með að líta eftir þeim, er sækja skólann óstöð- ugt o. s. frv. Þetta getur verið eftir ástæðum á hverjum stað. Hugur þarf að vera á að stiga ákveðin framfaraspor og það sem oftast. — Þar sem ekki eru sunnudagsskólar í bygðum, ætti framfarasporið að vera það, að byrja skólahald. Eg get ekki skilið svo við sunnudagsskólamálið, að eg ekki minni á, að hlutverk sunnudagaskólanna.á engan veginn að vera, að losa heimilin við að sinna kenslu í kristnum fræðum. Þeir eiga að styðja og glæða heimiliskenslu, en ekki að koma í stað hennar. Fátt mun dýrmætara í okkar íslenzka þjóðararfi en sú hugmynd, að hvert heimili eigi að vera skóli í veraldlegum og andlegum fræðum. Hve mörg íslenzk heimili hafa verið þetta í reyndinni, og hve vel það hefir gefist! Því miður hefir fyrnst yfir þetta víða. Mönnum hefir þótt þægilegt að varpa allri á- hyggju í þessum efnum yfir á skólana — dagskólana veraldlegu og sunnudagsskólana. En vafalaust er þetta misráðið. Fleiri og fleiri finna til þess, að hver skóli þarf að eiga bakhjarl í heimilunum. Svo er það um sunnudagsskólana. Ættum vér, kristnir Íslendingar að standa vel aði vígi að átta oss á þessu. Mætti sunnudagsskólastarfið á meðal vor aukast og eflast, ekki einungis einn dag ársins, heldur alt árið, á traustum grund- velli góðrar heimiliskenslu. K. K. 6. Heiðingjatrúboð. Enginn getur lesið svo nýja testamentið, ef hann á annað borð leggur trúnað á orð þess, að hann ekki sannfærist um, að þar er lögð áherzla á heiðingjatrúboð. Og ekki þarf einungis að vitna til hinna skýru og alkunnu orða frelsarans i þessu sam- bandi, svo sem “Farið og gerið allar þjóðir að lærisveinum” —

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.