Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1924, Blaðsíða 27

Sameiningin - 01.04.1924, Blaðsíða 27
121 Þá hvíslaöi Anna aö Maríu: “Hún er farin aö gráta; hún grætur; þá veröur hún ekki vitskert.” María kreysti fast tárvotan vasaklútinn, harkaöi af sér svo sem hún gat og átti þó fult í fangi' meö aö hafa vald á röddinni. “Annaö eins og þetta,” sagöi hún, “megnar enginn nema hún. Hvaö verður úr okkur, þegar hún er farin ?” Rétt á eftir urðu þær þess varar, að móðir Jódísar horföi á þær bænaraugum. Anna varö fyrir svörum. “Já,. það er sjálfsagt,” sagöi hún, “viö verðum aö koma henni burt. Það dugar ekki heldur, að mað- urinn hennar hitti hana hér, ef hann skyldi korna. Vertu kyr, María, lijá vinstúlku þinni. . Eg skal fara burt meö hana.”. II. Þetta sama gamlárskvöld sitja þrír m!enn í litla gróðurreitnum hjá kirkjunni og drekka öl og brennivin. Þá var orðið áliðið og dimt af nótt. Þeir höföu valið sér ból í sinunni á litlum grasgeira undir nokkrum linditrjám, en svartgljáandi trjágreinarnar hvelfd- ust yfir þá. Áður urn kvöldið höfðu þeir haldiö til í kjallara, en þegar honum var lokað, urðu þeir aö vera úti. Þessum mönnum er það full-ljóst,>að gamlárskvöld er komið, og þess vegna velja þeir sér staðinn i kirkjureitnum; þeir vilja vera svo nærri kirkjuklukk- unni, að þeir hljóti aö heyra hvenær mál, er að drekka skál nýja ársins. Þeir sitja ekki í myrkri. Rafmagnslamparnir af götunni rétt hjá bera allgóða birtu um kirkjureitinn. Tveir af mönnum þessum voru eljilegir og óhraustir, la'ndshorna-menn, er lifðu lá verðgangi. Nú höfðu þeir slangrað inn í borgina undir hátíðina, til þess að drekka út aurana, sem þeim höfðu áskotnast. Þriðji maðurinn var rúmlega þrítugur að aldri, hár maður og laglegur á velli, hraustur og óveiklaður að sjá. En allir voru menn þessir töturlega til fara. Þeir sátu þétt saman, til þess aö heyra hver til annars, þó að lágt væri talað. Þeir hvísluöust á, til jiess að lögreglan yrði j)eirra ekki vör: ella kynnu þeir að verða reknir burt. Yngsti miaðurinn tók til máls, en’jhinir hlustuðu svo gaumgæfi- lega, að þeir snertu ekki á flöskunum langa hríð. iHann talaði í þeim róm, sem frá alvarlegu leyndarmáli væri að segja, en lymsk- an skein úr augunum. “Eg átti einu sinni lagsmann,” segir Iiann. “sem varð eins og annar maður á hverjum gamlársdegi. Ekki svo að skilja, aö hann gerði þá upp reikninga og væri óánægður með ársgróöann. Hitt var orsökin, að hann hafði heyrt talað um eins konar voða, mjög hryllilegan, er. borið gæti að höndum á þeim degi. Hann sat hljóöur og hugsjúkur þann dag allan, frá morgni til kvölds, og þáði ekki svo mikið sem í staupinu. IÞað er eins satt og við erum hérna. Annars var hann ekki fálátur, en ekki var nærri því komandi, að hann gerði sér glaða stund á gamlársdag,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.