Sameiningin - 01.04.1924, Blaðsíða 22
116
eySa átökum sínum til þess aS gera rneiri óskunda gamla árinu, en
hugsuSu nýja árinu þegjandi þörfina.
Og mennirnir voru ekki ólíkir veSrinu. Þeim fanst ekki ger-
aíndi meira í kvöld. Úti við enginn á ferli; inni viö ekkert handtak.
Andspænis litla húsinu, þar sem.Jódís var aö deyja, var hússtæði.
Þar var byrjaö að reka niöur staura til undirstööu. Um morgun-
im; höföu nokkrir karlar komiö, dregiö upp rekhnyöju-bákniö meö
sönglandi ópi og ó'hljóöum að vanda, og látið þaö síöan skellast niöur
aftur. En þeir léku það ekki lengi; þeir gáfust upp von bráðar, og
héldu heint.
Svo var og um alt annað. Konur nokkrar höföu skotist fram
hjá með körfur í hendi, til aö kaupslaga fyrir hátíðina. Þeirri um-
ferö linti eftir lítinn tima. — Börn höföu verið á götunni aö leikj-
um, en það var kallaö á þau inn, til aö fara í sparifötin,/1 ,og úr því
urðu þau aö hýrast inni. — Hestar, sem dregið höfðu flutnings-
vagna, voru fluttir í hús utanborgar, til að hvílast þar þrjú dægur.
— Alt af varð hljóðara og hljóðara eftir þvi, sem á leið daginn.
Og það var blessaður léttir hvert skifti, sem eitthvert óhljóðiö
þagnaði.
“Þaö er dýrmætt, aö hún fær að deyja svona undir hátiöina,”
sagði mamma hennar. “Bráðum heyrist ekkert úti, sem raskað
getur ró hennar.”
Jódís haföi yeriö rænulaus frá morgni. Hún heyröi ekkert,
sem talaö var L' kring um hana. Þó var auðséð, að hún lá ekki í
dái. Svipbrigði höfðu sézt á henni, hvaö eftir annað. Stundum
hafði svipurinn lýst undrun, stundum hræðslu, stundum grátbeiðni,
stundum sárurn kvölum. Nú, að síðustu, nrátti sjá, að henni svall
móöur, og gerði það yfirbragð ihennar meira og fegurra en áöur.
Breytingin var skýr og vakti athygli. Maria við fótagaflinn
laut aö Önnu, sem á lága stólnum sat, og hvíslaði: “Sko, hvað
Jódís “systir” er orðin falleg. Hún er rétt eins og drotning.”
Anna stóö upp til þess að sjáj betur.
Hún hafði víst aldrei séð Jódísi nema með auðmýktar-brosinu,
sem alt af lék henni á vörum upp á siðkastiö, hve þreytt sem hún
var og þjáö. Hún var forviða á þessari svipbreytingu, svo að hún
settist ekki aftur, heldur stóð kyr í sömui sporum.
Jódís litla hreyfði sig. Henni var órótt. Hún spyrnti sér
hærra upp á koddann, svo að hún sat til hálfs uppi. Óumræðilegum
tignarsvip brá á andlitið. Varirnar bærðust ekki, en þó var svo aö
sjá, sem þær vildu tala ógnar orð og ávítunar.
Móöir hennar sá hinar konurnar standa forviöa, og sagði:
“Hún hefir verið svona utan við sig hina dagana líka. Var hún
ekki vön að fara i vitjunarferðir sínar einmitt um þetta leyti
dagsins ?”
Vasaúr Jódísar, lítið og slitið, lá á borðinu við rúmibríkina og
gekk. María leit á það og sagöi: “Jú, í þetta mund var hún vön
að fara út að vitja um aumingjana.” Hún þagnaði snöggvast og