Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1924, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.04.1924, Blaðsíða 3
Mánaðarrit til duðnings hirkju og kristindómi ísltndingot gejið út af hinu ev. lút. hirkjufdlagi ísl. \ Vestrheimi XXXIX. árg. WINNIPIÍG, APRIIj, 1924. Xo. 4. Kirkjuþing 1924. Fertugasta ársþing Hins evangeliska lúterska kirkjufélags Íslendinga í V’esturheimi verðnr sett í kirkju Frelsis safnaðar í Argyle-bygð, í. Manitoba, fimtudaginn 19. júní 1924. Þingsetn- ingarþjónustu með altarisgöngu byrjar kl. 3 e. Ii. Rétt til þingsetu eiga lögum samkvœmt prcstar og embœtt- ismenn kirkjufélagsins og kosnir erindrekar safna&anna. Söfn- uði, er telur 100 fermda safnaðarlimi eða þar fyrir innan, er heimilt að kjósa einn erindreka. Söfnuði, er telur meir en 100 fcrmda meðlimi og alt upp að 200, er heimilt að kjósa tvo er- indreka. Sófnuði, er telur meir en 200 og alt upp að 300 fermda meðlimi, er heimilt að kjósa þrjá erindreka. Söfnuði, er telur yfir 300 fcrmda meðlimi, er heimilt að kjósa fjóra er- indreka, en fleiri en fjóra má enginn söfnuður kjósa. Skrifleg vottorð þurfa erindrekar að leggja fram frá söfnuðum sínum um að þeir séu meðlimir safnaðarins, er þá hefir kosið, og að kosning hafi farið fram á lögmætum safnaðarfundi. Þetta þing fyllir fjórða tuginn t þingsögu vors kirkjulega félagsskapar, og er það út af fyrir sig merkilegur atburður. Svo verður á þinginu hátíðlega minst þess, að á þessu ári eru 50 ár liðin síðan flutt var fyrsta íslenska guðsþjónusta í Vestur- heimi. Nákvæmari upplýsingar um þingið verða birtar í næsta tölublaði Sameiningarinnar. Dagsett að Mountain, North Dakota, 2. apríl 1924. KRISTINN K. OLAFSON, forseti kirkjufélagsins.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.