Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1924, Blaðsíða 32

Sameiningin - 01.04.1924, Blaðsíða 32
126 III. Óöar en turnklukkan hefir slegiö sín tólf dynjandi miðnætur- slög, kveöur við annað hljóð í lofti, snögt, ,ihvelt og ýskrandi. Það kemur aftur og aftur með augnabliks millibili, alveg eins og það kæmi af hjólási, er snýst í ósmurðu vagnhjóli. En aldrei hefir menskur maður ekið því skrapatóli, er gefið gat af sér svo óþolandi óhljóð, því fylgir angist og ofboð; það vekur upp kvíða fyrir öllum kvölum, er hugsast geta. Sem betur fer virðist það vera óheyranlegt flestum þeim, sem á ferli eru. Á götunum kringum kirkjuna hafa unglingar og krakk- ar verið að spigspora alt kvöldið, og nú eru .þau að bjóða hvert öðru gleðilegt nýjár með kæti og köllum. Ef þau hefðu 'heyrt óhljóð- ið, múndu allar heillaóskirnar ihafa breyzt í kvein og kvíða fyrir alls konar böli, sem þeim væri búið og vinum þeirra. 1 kristni- boðskirkjunni var dálítill söfnuður að fagna áramótunum og var nú að byrja nýjárssálminn með lofgerð og þakklæti til Guðs. Ef söfnuðurinn hefði heyrt óhljóðið, mundi Ihann hafa þótzt hevra hæðnisorg og óp illra anda blandast við sönginn. — Maður nokkur stóð með kampavínsglas í hendi í veizlusal og var að flytja ræðu fyrir minni nýja ársins. Ef hann hefði heyrt óhljóðið, mundi hann hafa þagnað og ihlustað á það eins og andstyggileganihrafna- galdur og illspár fyrir öllu, sem hann vildi og vonaði.— Margir vöktu þessa nótt heima hjá sér og hugsuðu í hljóði um háttalag sitt og athafnir árið, sem leið. Ef þeir hefðui iheyrt óhljóðið, mundu hjörtu þeirra allra verða stungin nístandi örvænting út af van- mætti þeirra og breiskleika. En, sem betur fór, hljóðið var ekki heyranlegt nema einum manni, og þessi jeini maður þurfti þess með að kenna sárinda, fá samvizkubit og óbeit á sjálfum sér, ef þess væri kostur. » IV. Maðurinn, sem liggur í blóðspýjunni, er að berjast v.ið að átta sig Honum finst eitthvað vera að vekja sig, skrækróma fugl fljúga gjallandi yfir höfuð sér, eða eittihvað þvílíkt. En hann er hniginn í blíða værð og notalega, er hann getur, ekki af sér hrist. Brátt kemst hann að þeirri niðurstöðu, að ekki sé það fugl, er svo skræki, heldur sé það gamla Helreiðin, sem hann var að segja flækingunum frá. Þarna sé nú verið að aka henni inni í kirkju- reitinin með því skrölti og ýskri, að engin leið var að sofa. í hálfgerðu rænuleysismóki er hann að velta þessu fyrir sér og aðra stundina fellur hann frá því, að þetta geti verið Helreiðin;' það sé ekki annað en hugarburður og komi til af þvi, að hann var rétt áð- ur að hugsa um Helreiðar-isöguna. Hann blundar aftur; en óhljóð- ið er þrálátt; það kemur aftur ihvínandi í loftinu og lætur hann ekki í friði. Nú fer honum að verða það ljóst, að þetta, sem hann heyrir,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.