Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1924, Side 20

Sameiningin - 01.04.1924, Side 20
114 OÞetta «r sönn saga. Þegar Valdi var fulloröinn, fór hann í stríöiö mikla. Frá Frakklandi skrifaöi hann kensulkonunni, aö þegar ihann tók þátt í fyrsta áhlaupinu, hafi hann haft yfir þessi orö meö sjá'lfum sér: “Jafnvel iþótt eg fari um dimman . dal, óttast eg ekkert ilt, því aö þú ert meö mér.’’ Hann kom heim aftur úr striö- inu heill heilsu. Frá Dorkas-félatfi Gimti safnaSar. Mig langar meö fáum orðum að minnast á samkomu, sem Dork- as-félagiö á Gimli hélt þann 15. febrúar síðastliðinn. Þessi sam- koma vakti athygli eldra fólksins, sérilagi vegna þess, að - Dorkas- stúlkurnar höfðu aö öllu leyti umsjón hennar með höndum. Var fjörugt og vel unnið aö undirbúningi hennar. Samkoman fór fram í kirkjunni, — höfðu stúlkur skift sér i nefndir til að annast undir- búning hennar, svo sem: tilbúning og sölu á aðgöngumiðum. Skemtiskrá þeirra var all-breytileg: upplestur, söngur, o.s.frv. En aðal-atriðið var kappræða. Kom fram kapp og fjör allmikið viö undirbúning hennar; var gaman að sjá, hve .fúsir hinir ungui^eru til starfs, þegar þeim er fengið verkefni, sem er við þeirra hæfi. Kappræðan var líka spennandi mjög; umtalsefnið var þetta: “Ákveðið, að menn hafi gert meira en konur til að bæta ásigkomu- lag heimsins.” Stúlkurnar tóku að sér játandi hliðina, en tveir drengir héldu vörn uppi fyrir afreksverkum konunnar. Fór kapp- ræðan vel fram, og var góð skemtun. — Arður samkomunnar, sem var um $40.00, fór í félagssjóð. — Nú þegar er farið að sníöa og sauma fyrir næstu útsölu, sem haldin verður einlhvern tíma fyrri part inæsta vetrar. Enn er mætt aöra hvora viku, en fundirnir ein- göngu starfsfundir, sem enda með veitingum, en engin tilraun er gerð til þess að viðhafa neina skemtiskrá. Oftast næn ieru fundirnir haldnir á heimili prestshjónanna, og undir umsjón Mrs. Ólafsson. Hugsjón félagsins er að hlynna að hag safnaöarins; hygg eg, að þessi aðferð sé heppileg til þess að gefa stúlkunum hugmynd í þá átt. S. ól. Hverju svara ungmennafélögin? Þess hefir verið farið á leit við ungmennafélög safnaðahna, að þau gangist fyrir því að útvega Sameiningimrbi nýja kaupendur. Verður vonandi unt -að skýra frá undirtektum félagánna í næsta blaði og því, hver árangur ihafi orðið. Láti nú unga fólkið til sín taka.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.