Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.07.1927, Qupperneq 5

Sameiningin - 01.07.1927, Qupperneq 5
J95 lítinn þátt í að gera guðsþjónustu þessa hátíðlega hinn mikli og ágæti söngur safnaSarsöngflokksins, auk þess að safnaðarsöngur stendur á mjög háu stigi hjá Fyrsta lút. söfnuði. — Séra Kolbeinn er hinn efnilegasti starfsmaður, og hefir sjálfur rutt sér braut að þvi takmarki að gerast prestur, þrátt fyrir það að hann er kvænt- ur maður og á fjögur börn. Er það ekki lítill gróði fyrir félag vort að fá nýjan starfsmann með slíkum anda. Og samtimis bæt- ist því annar prestur, séra Carl J. O'lson, sem yfirgefur stöðu er veitti honum að minsta kos'ti tvöfalt í aðra hönd peningalega við það, sem preststaðan veitir. Slíkt eru gleðirík tákn timans á sviði kirkjunnar. Á dagsskrá þingsins voru þessi mál: i. Afstaða vor við þjóðkirkju íslands. 2. Afstaða vor við lút. kirkjuna í Ameríku. 3. Heimatrúboð. 4. Heiðingjatrúboð. 5. Jóns Bjarnasonar skóli. 6. Betel. 7. Sunnudagsskólarnir og kristilegt uppeldi barna og unglinga. 8. Ungmennastarfið. 9. Útgáfumál. 10. Fjármál. 11. Mál um breyting á fyrirkomulagi kirkjuþinga. 12. Efling söng- listar i sambandi við ikirkjustarfið. 13. Bindindismálið. 1. Þetta mál stendur í sambandi við ummæli i ársskýrslu for- seta. Gaf tilefni til margra hlýrra ummæla í garð íslenzku kirkj- unnar. Eftirfylgjandi þingsályktun, borin fram af dr. Birni B. Jónssyni fyrir hönd nefndar, var samþykt: Kirkjuþingið lýsir ánægju sinni yfir því, að samúð hefir aukist á síðari árum milli Þjóðkirkju íslands og Kirkjufélagsins. Óskar kirkjuþingið þess, að sem mest vinátta sé jafnan milli þess- ara tveggja deilda íslenzkrar lúterskrar Ikristni. Biður þingið blessun Drottins yfir móður kirkjuna íslenzku og tjáir henni ást sína og virðingu. Þessi kveðju-orð felur þingið skrifara sinum að skila til biskupsins, herra Jóns Helgasonar, dr. theol. 2. Á þinginu var framkvæmdarstjóri National Eutheran Council, dr. J. A. Morehead, er heimsótti oss einnig fyrir tveimur árum. Er hann einn af leiðandi mönnum lútersku kirkjunnar í Ameríku. Flutti hann tvö fróðleg og skörugleg erindi á þinginu. Skýrði hann frá starfi National Lutheran Council, sem miðar að því að sameina lútersku kirkjuna hér í álfu um það að hlaupa und- ir bagga til líknar og viðreisnar þar, sem mest er þörf á sviði lút. kirkjunnar í heiminum. Bæri oss að leggja til þess að réttum hlut- föllum $322.40 fyrir næsta ár. Var þingið eindregið með því, óg létu leikmenn til sín heyra fremur en prestar. Einnig hvatti dr.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.