Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1927, Page 8

Sameiningin - 01.07.1927, Page 8
198 Enga geri eg þó veizlu í móti Þang-Brandi, sem Gestur hinn spaki í Haga gerði foröum daga. En til Steinunnar og hennar sona sný eg orðum mínum. Önnur frásaga úr Njálu þrýstir sér inn i umhugsunarefni mitt. Hún er af Flosa og brennumönnum, er þeir dvöldu í Orkneyjum. Á sjálfan jóladaginn sat jarl með hirð og gestum að drykkju, og vildu höfðingjar heyra tíðindin um brennuna aS Bergþórshvoli. Gunnar Eambason, einn brennumanna, var fenginn til að segja söguna. 1 viðhafnarskyn.i var hann settur á stól. Sigtryggur kon- ungur, einn gestanna, spurði: “Hversu þoldi Skarphéðinn í brennunni?” “Vel fyrst lengi,” sagði Gunnar, “en þó lauk svá, at hann grét,” ok um allar sagnir hallaði hann mjök til en ló (laug) víða frá,” — segir sagan.— Eg er naumast sá eini hér staddur, er hefi fundið til þessa frásagnastíls,—einnig í andlegum málunr. Mannleg kappgirni og flokksfrekja segir einatt söguna á svipaðan hátt og Gunnar Lambason sagði frá Skarphéðni og brennunni. Á því getur eng- inn vafi leikið.—En ekki er eg hér þó í erindum Kára, er kom ó- vænt að, og vó Gunnar að sögulaunum. En svo tíð er þessi frásögu aðferð vor á meðal, að tími er kominn til að vega að henni. Hver öld á sinn efa, sína vantrú og neitun. Hiver kynslóð sína afvegaleiðslu. Venjulegast eru þetta alda-gamlar syndir er leynst hafa í hjörtunum, svipað og frásö’gu aðferð Gunnars, en nefnast þó nýgræðingur, er þær ganga aftur.— Þannig eru trúarbragðadeilur jafngamlar trúnni, Menn deildu við Krist og reyndu að veiða hann í orðunr Ávalt síðan hafa rnenn deilt urn Krist, kristindóminn og kirkju hans. Postul- arnir voru ekki samdóma. Ritningarnar geta um deilur og of- sóknir af hálfu Gyðinga. Og heiðingjarnir sátu ekki hjá, heldur kváðu upp sína krossfestingar-dóma í ýmsurn myndum, þó ekki verði þeirn hér lýst. Stundum átti þjóðerni manna sinn þátt í þeim ófriði. Ýms villuspeki kom fram, jafnvel í frumkristninni. Jafnaðarlegast var óvináttan gegn eða fráfallið frá Kristi og kristindóminum, sprottið af einhverjum hagsmuna ástæðum. Einnig villan og syndin varð verzlunarvara. Margt í heimi andans gekk og gengur enn kaupurn og sölurn. Þó fara slíkar hvatir venjulega huldu höfði. Kirkjusagan er löng raunasaga í því efni. Ekkí verður hér nein frásaga urn villulærdóma né'viðreisnar- tilraunir heiðindómsins og árásir heiðingjanna í ritum þeirra gegn kristinni trú. En sagnfróðir rnenn vita, að alla efaspeki rnanns-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.