Sameiningin - 01.07.1927, Síða 11
201
Ber breyting sú a8 minsta kosti vott um þaÖ, að skáldiS var ekki
á efri árum alveg ánægÖur meÖ öll stóru orSin, stiluð af eldmóði
æskuefans, eftir nám viÖ fætur Brandesar.
En þessi hugsunarháttur og kveðskapur varð tízka. Gáfaðir
skólamenn gengu á undan. Gröndal sagði í ritgerð um skáld og
skáldskap (Tsafold 8. febr. 1888) “Trúleysi er höfuð einkenni
hinnar nýju skáldskapar stefnu. — Þeir geta ekki brúkað Guð,
hann er of gamall fyrir þá.“—Efnilegir unglingar öpuðu þenna
móS. ASrir, meS Hákoni konungi góða, ginu yfir ketilhöddunni
hjá Þrændum. Þeir reyndu aS vera kristnir og heiðnir i senn.
Orðin urÖu nokkurs konar Glúms eiður. Alt slíkt fluttist
vestur um haf. Hér var rúmgott í landnámi andans, hátt undir
þak og vítt til veggja. Sízt er því furSa, þótt ofvöxtur hlypi í
ýmsa afneitun. Við þetta hefir nútíðarkynslóð íslendinga mátt
búa. DreifSir og fámennir, höfum vér gert oss sjálfa fámennari
Vér höfum lesiö um Sturlungaöld—og lifað hana. KærleiksauS-
urinn og trúarþroskinn hafa víða rýrnað. Þjóðrækr.in hefir liðið.
Vér höfum fremur lært um trúarbrögð en lifað samkvæmt þeim.
En kristindómurinn er engan veginn gefinn til þess að vér eyddurn
árunum til að verja hann og því s'ÍSur til að deila um hann, þótt
sú hafi jafnan orðiS raunin á. Og það sem vér teljum galla krist-
indóms og kirkju, eru fremur gallar heiSninnar,'—óyfirunninn
heiðindómur í hjörtum og lífi mannanna.
Annars minnir margt í lífi þóöar vorrar á þau orð Velhavens,
að þyrnar séu greinar, er ekki náðu þroska. — Ef til vill er alt
trúarringl, allar trúardeilur og allur heiSindómur meSal vor vottur
um kristindómslíf, er fæddist andvana, — greinar, er ekki náðu
þroska og urðu þyrnar.
Allir kannast við orðtakið íslenzka: Ekki er gaman aS guð-
spjöllunum, því enginn er i þeirn bardaginn. FriðarboSskapur er
pss ekki ávalt fagnaSarefni. En bardagar, og t. d. blaSadeilur, eru
oss aufúsugestir. Og þjóð vor tók aö berjast um guðspjöllin,
Guðs orð, guðdóminn, Krist, kirkjuna og kennidóminn. Ekkert
var svo heilagt, að um það gæti ekki hver sveinstauli barist. —
ÓSinn og Þór áttu s'ér orustufrægS. Vér afkomendur og læri-
sveinar þeirra hlutum einnig aS berjast, sumir til fjár og aðrir
fyrir orSstír. Margir vor á rneðal töldust orðhagir skáldmenn.
Og orSin voru vígð sem vopn til sóknar og varnar heiSindómi og
kristindómi.
Hjá þeirri örvadrífu hefi eg setiö. Eg hefi um langt skeið