Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1927, Page 14

Sameiningin - 01.07.1927, Page 14
204 ar, og sem oft er lítið annaÖ en atvinnu—endurgjald, andleg land- skuld, er eg vildi segja um í orÖum 'Gríms Thomsen: “Þeir, s'em hér skildu’ ei sjálfa sig, sjá þar og skilja grant;” Og >á verður: “Vífilengjunum vísað frá, vafningum hvergi sint. En oríia glamur og orða þrá útlæg, sem fölsuð mynt.” En ef til vill eiga joar enn betur við orð Einars Benediktssonar: “En >ið eigið námshrokans nauma geð.” Allir skilja, aö í þessari árás á kristindóminn á að leika á strengi íslenzks þjóðardrambs, með því að telja heiðni feðra vorra norræna. En er goðtrúin þá norræn? Kenslubók í goðafræði, hagnýtt við skóla íslands, byrjar með >ví að telja “goðahugmyndir forfeðra vorra upprunnar frá Aust- urálfu, enda voru þeir ýforfeðurnirj komnir til Norðurlanda að austan.” Ein fornaldarsagan byrjar frásögn sína á þessa leið: “Allir menn, þeir sem sannfróðir* eru at um tíðindi, vita, at. Tyrkir og Asíamenn bygðu Norðrlönd. — Formaður þess fólks hét Óðinn, er .menn rekja ætt til.” Snorri Sturluson segir þannig frá í Heimskringlu: “Þá er Ása-Óðinn kom á Norðrlönd ok með honum díar f'goðar, guðir), er þat sagt með sannindum at þeir hófu ok kendu íþróttir þær, er menn hafa lengi síðan með farit.” Meðal íþrótta þeirra er tungan, skáldskapurinn og trúin heiðna. Ynglinga saga Snorra færir enn nánari rök fyrir þessum austræna uppruna Norðurlanda-fræðanna svo nefndu. Ummæli hans eru þessi: “Fyrir austan Tanakvísl í Asíu var kallat Ásaland eða Ása- heimr, en höfuðborgin er var í landinu, kölluðu þeir Ásgarð. En í borginni var höfðingi sá, er Óðinn var kallaðr; þar var blótstaðr mikill. — Þat var háttr hans, ef hann sendi menn sína til orrustu eða aðrar sendifarar, at hann lagði áðr liendr í höfut þeim ok gaf þeim bjanýnjak; trúðu þeir, at þá mundi þeim vel farast.” — Eg hefi hér lagt áherzlu á þau orð Snorra Sturlusonar er Cleasby telur tákna það, er að líkindum stafar frá kristnum sið,—handa yfirlegging eða blessun, er fluzt hafi inn í heiðni feðranna frá kristinni trú. Enda vita fróðir íslendingar, að fræðimaðurinn norski S. Bugge, heldur fram þeirri kenning, að margt hið fegursta í norrænni goðafræði, stafi frá kristnum fræðum. Getur dr. *Áherzlur eru mínar.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.