Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1927, Page 22

Sameiningin - 01.07.1927, Page 22
212 steininum niður af veggnum, en ekki lyft þvi Grettistaki aftur upp á bæjarvegginn: “Gildari viriSast unglingar, til ofanveltu ykkar kraftur En til þess að byggja upp aftur?”— Aldamóta-árið, 1900, var kristnitöku íslendinga hátíðlega minst. Þá reit Nestor íslenzkra fræðimanna á vorri tíð, dr. B. M Ólsen, bók um kristnitökuna og tildrög hennar. Vex heiður krist- innar trúar hjá forfeðrum vorum stórum við þá greinagerð hins fróða manns. Þá flutti og prófessor Eiríkur Bríem fyrirlestur í Reykja- vik um áhrif kristindómsins á líf feðra vorra. Gerir það erindi skýra grein fyrir blessunarríkum áhrifum kristindómsins í þjóðlífi fslendinga þpr. í maí bl. V. E. þ. á.J.— Dr. Jón Bjarnason kunni öðrum fremur að meta fornöld ís- lendinga. f aldamóta-erindi ýSam. bls. 99, þ. á.) komst hann að þeirri niðurstöðu, að frá landnámi fslands til kristnitökunnar hafi tíminn í heild sinni verið “kuldaleg, dimm og grimm nætrtíð,” — að langmestur hluti þjóðarinnar er þá ánauðugir þrælar, án allra mannréttinda,” — “að ófriðareldurinn logar allsstaðar, að víga- ferlin og hryðjuverkin eru eins og daglegt brauð, að landið alt flýtur í blóði, og aðal-trú manna er trú þeirra á sinn eigin mátt og megin.” — • Um kristindómirtn bætir hann þessu við: “Og vitanlega er það kristindómurinn, sem framleiddi hinar merkilegu forn isl. bókmentir á 12. og 13. öldinni.” .... Að nákvæmlega sömu niðurstöðu kemst dr. Finnur Jónsson í Bókmentasögu sinni. Á kirkjuþingi Vestur-íslendinga var samþykt þingsályktun út af kristnitökunni fyrir 900 árum. Tillögumenn voru þrír prestar — fF. J. P>., J. A. S. og O. V. G.) Tillagan, sem er all- langt mál og var lögð fyrir þing af sr. F J. Bergmann, ítrekar meðal annars, þá von, að þ.jóðkirkjan á ís'landi og kirkjufólkið íslenzka í Vesturheimi megi ávalt haldast í hendur. Hér skal eink- um getið þeirrar niðurstöðu, “að alt hið bezta í fari þjóðar vorrar hafi fyrir guðlega náð endurfæðst og helgast af hinum blessunar- ríku áhrifum kristinnar trúar.” ýSam. 1900, bls. 94). Úr skyldri en óvæntri átt kemur enn einn vitnisburður er hér skal getið. Norðmenn efndu til stórhátíðar 1897, á fæðingardag Ólafs helga, 29. júlí, í Niðarósi, í minning þess, að Ólafur Tryggvason reisti þar bæ fyrir 900 árum. Höfðingi norrænna skálda, B.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.