Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1927, Page 26

Sameiningin - 01.07.1927, Page 26
2l6 lega hefir þessi leiðtogi, og þjóÖin með honum, komið auga á alvarlega galla hjá goðatrúnni, og um leið séð einhverja yfirburði kristindómsins, er, því miður, dyljast sumum nútíðarmönnum ís- lenzkum. Athugavert er einnig, að ummæli Þorgeirs um ófriðarhætt- una, við tvískifting trúarbragðanna með þjóð vorri, hafa nú við all-eftirminnilega reynslu sjálfra vor að styðjast. Leggur það aukna áherzlu á framsýni og réttdæmi feðranna, er hér áttu hlut að máli og ítrekar það gildi, er at'burðurinn og ummælin frá al- þingi iooo hafa fyrir umhugsunarefni mitt. Þá er sá vitnisburður einhvers virði, jafn títt og nú gerist að vitna i sagnir, niðurs'töður þekkingarinnar og fylgi fjöldans, að þessi fornu lög þjóðar vorrar, um kristindóminn, sem þjóðartrú íslendinga, hefir aldrei fallið úr gildi, en ávalt verið hið ráðandi afl í andlegu lífi þeirra. Og enn er kristindómurinn lögskipuð trú fyrir land vort og þjóð. Stjórnars'krá Islands ákveður (í 45 gr.J : “Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á íslandi, og skal hið opinbera að því leyti styðja hana og vernda.” En hver eru aðal einkenni siðbótarinnar, sem er þjóðkirkja íslands og vér einnig teljumst til? , í öndverðu varð sú kirkja eða kritindómsstefna til, sem mót- mæli trúaðra lærisveina gegn heiðindómi páfa og kirkjuhöfðingja,. er afvegaleiddu alþýðu manna. Einkunnarorð þeirrar stefnu og starfsemi voru: til postula-kirkjunnar, til Krists. Hún fæddist i háskóla, var alin upp ^f lærdómsmönnum sinnar tíðar, í andrúms- lofti andlegra hugsjóna og auðmjúkrar trúar. Guðs orð var henn- ar stefnuskrá; frumkristnin hennar fyrirmynd. Sögu hennar svipar til sögu leiðtogans Lúters, bardagamannsins bezta eftir daga Páls. Carlyle nefnir hann hinn kristnaða Óðinn með hug- rekki Þórs. Lúter átti þrumuhamar sannleikans. Trú hans skelfdist ekki Leó páfa, Karl keisara, né Hinrik konung. Hann leysti hið fjötraða orð frelsarans og leiddi það til öndvegis í kirkj- unni. Þó var um enga bókar dýrkun að ræða. Biblían varð oss aldrei kenslubók veraldlegra fræða. En hún kendi oss hin æðstu fræði eilífðarmálanna,—vísind- in mestu—að lifa og deyja sem lærisveinn Jesú Krists. Sú kristni er líf, fremur en fræðakerfi. Hún leggur áherzlu á trú og verk. Hún gerir hvorugt að olnbogabarni. En andi kristindómsins er ávalt helgari og hærri, en kenning og líf kristinna manna. Trúin er öllum trúarjátningum æðri. Játning kirkju vorrar er bygð á Guðs orði. Það orð er henni hæstiréttur. Kristur hefir úrskurð- arvald andlegra mála. Hann er lærifaðir, leiðtogi og lausnari

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.