Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1918, Page 3

Sameiningin - 01.10.1918, Page 3
227 ‘1 Minna vegna böncl þig bundn, blíði Jesii, kvöl þá mundu, Drottinn minn, á dómsins stundu. Þó, sem alt munt endurgjalda, upp gef þú mér sekt margfalda, fyr en dóminn ferð að halda! Á þig, Drottinn, eg mig reiði; aumur, kraminn, styn og beiði: Giið, þín liönd til lífs mig leiði- ’ ’ Heilög Kvöldmáltíð, 1 all-flestum söfnuðum kirkjufélags vors, þar sem um fasta prestþjónustu er að ræða, mun um þessar mundir fara fram altarisganga. Föstuin reglum er það ekki bundið, en ekki sjaldnar en haust og vor mun þó neytt- kvöldmáltíðar í söfnuðum vorum. í stöku söfnuðum mun vera altarisganga reglulega fjórum sinnum á ári hverju. Æ'tti ]>að livergi sjaldnar að vera, þar sem guðsþjónustur eru fluttar hvern sunnudag, eða þó ekki væri nema annan- livorn sunnudag. Heilög kvöldmáltíð er sönnu trúarlífi safnaðarins ómissandi. Presturinn má ekki vanrækja að hjóða iðulega til kvöldmáltíðar Drottins, enda þótt oft verði sárfáir til að þiggja hoðið. Hann má ekki þreytast að frambjóða náðarmeðul Drottins síns, þó þau einatt sýnist lítilsvirt af söfnuðinum. Söfnuðurinn smám sam- an lærir að meta lieilög sakramentin, ef þjónn Drottins lýsir iðulega blessan þeirri, sem þau veita mönnum, og laðar menn og leiðir til að notfæra sér þau samkvæmt kenningum Krists. Og þó fáir séu í hvert sinn til altaris, hefir athöfnin jafnan mikil áhrif á allan söfnuðinn, fari hún fram á hátíðlegan ihátt, endamun það hvervetna reynt að gera þá athöfn hátíðlega, jafnvel þótt ekki sé húsakynni sem hentugust- Sannan þjón Drottins má einatt þekkja af því, með hve mikilli lotningu og trúar-tilfinningu hann tilreiðir og fram ber heilaga kvöldmáltíð. Og sannan

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.