Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1918, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.10.1918, Blaðsíða 11
235 Nýjar bœkur, Börn, foreldrar og kennarar, eftir D. C. Murphy, Jón Þórar- insson þýddi , Reykjavík, 1917. Höfundur bókar þessarar er mikilhæfur skóla-um- sjónarmaður í Ameríku, en þýðandinn er aðal-umsjónar- maður mentamála á Islandi. Bókin er ágæt og þörf. Uppeldismálin eru þýðingarmestu málin. Eftir upp- eldi barna fer framtíð þjóða. Elestir þeir, sem við þau mál verða eitthvað að fást, finna til þess, hversu mikill vandi hvílir á sér og ábyrgð svo þung, að þeir naumast fá borið hana. Foreldrar margir finna -sárt til þess, hversu fákunnandi þeir eru, þá til þess kemur að leiðbeina börn- um sínum og móta líf þeirra bæði fyrir tíma og eilífð- Sérhver góður leiðarvísir ætti því að vera velþeginn, og slíka hjálp sem þessa bók skyldu menn færa sér vel í nyt. Þó að bókin hljóði mest um kennara og kenslu í skól- um, þá er hún ekkert síður nytsöm foreldrum en kennur- um. Enda þarf ávalt að vera hið nánasta samband milli kennara og foreldra, ef vel á að fara uppeldi harnanna. Þar sem bókin er eftir amerískan höfund og miðuð við fyrirkomulag landsins hér, þá er hún í alla staði við hæfi fólksins íslenzka hér í landinu, í íslenzku þýðingunni. Fólk vort hefir gert sér alt of lítið far um að kynnast uppeldisfræðum, aðrir en þeir, sem hafa beinlínis l'agt fyrir sig kenslustörf. Það má ekki þann veg vera lengur. Geta má þess, að bók þessi er hvorki þur né strembin, heldur svo skemtileg aflestrar, að maður slítur sig varla frá henni- Þar eru á hverri blaðsíðu svo að segja sögur og dæmi til skýringar á lyndiseinkunnum eða uppeldiS' aðferðum. Vér hvetjum fólk til að kaupa og lesa þessa bók sér til gagns og skemtunar. Hún mun fást í bókaverzlun Finns Johnson, 668 MeDermot Ave., Winnipeg. Bókin er rúmar 200 bls. Hún er í bandi. Kostar $1-90. Kafli sá, sem hér fer á eftir, er úr 15. kapítula bókar-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.