Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1918, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.10.1918, Blaðsíða 14
238 anna. “Fjármálaspursmálið liefir verið því næst aðal- umfangsefnið á meðal alls þorra safnaðarfólksins, ’ ’ segir höf. Það er mikið satt í þessu- Það er satt, að kirkjan vor á meðal er alt of veraldleg, félagsmál hennar margt. annað en liið eina, sem lienni var falið: sáluhjálpar-erindi Drottins vors Jesú Krists. Umbóta-meðöl ])au, er höf. réttilega bendir á, ern notkun heilagra náðarmeðalanna í kirkjunni og lestur Guðs orðs í heimahúsum, — þetta sama, sem prestarnir eru ávalt að brýna fyrir fólki. Sérhvert vakningar-orð á kristnum mönnum að vera kærkomið. Það sem, ef til vill, skortir í allan vakningar- boðskap vorn, er lög)n/iU-prédikun. Trúarboðskapurinn fellur máttlaus, þegar lögmáls-kenninguna vantar — þeg- ar ekki er hreyft við samvizlium manna. Menn vöknuðu við rödd Jóhannesar skírara, af því hann talaði svo þrumu-hátt til' samvizkunnar; menn komu hlaupandi til lians og spurðu: “Hvað eigum vér að gera?” Menn vöknuðu við kenning Krists sjálfs, af því liann hrópaði til samvizkunnar og skipaði, að skila aftur, greiða skuldir. gera yfirbót, sættast, flýja á náðir Guðs sem glataðir synir. Menn vöknuðu við passíusálmana af því að sam- fara hinu dýrasta evangelíi er þar lögmáls-kenning svo þung og hörð, að samvizkur manna skjálfa fyrir henni. Komið, bræður, sem boðið náðina í Jesú og- sáluhjálp- ina fyrir hann, með lieilaga kenningu lögmálsins og heimt- ið að dæmi postulanna þá trú, sem talar í verkum- Það veitir ekki af þeim boðskap á þessum dögum hins mikla mannhaturs, að segja það mönnunum, að hver sem hatar hróður sinn er manndrápari og hver sem segir við bróð- ur sinn “afglapi,” vinnur til helvítis elds. Það veitir ekki af því nú á dögum hinnar miklu prettvísi, þá varla má dirfast að skrifa nafn sitt undir veðbréf nokkurs manns, að minna á þá hegningu, sem postulinn boðar þeim, sem veitir yfirgang eða hefir fé af bróður sínum. Það veitir ekki af ’því á þessari kærleikssnauðu öld, að minna á það postullega orð: “Hver, sem ekki annast sína, eink- um heimilismenn, hann liefir afneitað trúnni og er verri en heiðingi.”

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.