Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1920, Síða 2

Sameiningin - 01.03.1920, Síða 2
66 Nauðsynleg brýning. Hin kraftmikla ræða bróður vors, séra Friðriks Friðrikssonar, sem liann flutti á fundi K. F. U. M. í Keyikjavík, 30. nóv. 1916, og sem nokkur partur úr birtist bér, í von um að liinn háttvirti höfundur fyrirgefi traustatakið — hún á erindi til vor, ekki síður en til fólks hehna á íslandi. Það eru brýningar-orð í tíma töl- uð, bæði til hins eldra og yngra fólks h.já oss. N. S. Th. SKERIÐ UPP HERÖR. Far þú út á þjódveguna og að girðingunum og þrýstu þeim að koma inn til þess að hús mitt verði fult. — Lúk. 14, 25. Skömmu eftir að Evrópu-styrjöldin skall á, og menn í Canada fóru að átta sig á, hvað það gilti fyrir þjóðina í Canada, að Bretaveldi væri komið inn í þessa veraldar- styrjöld, þá var tekið til að safna liði til hjálpar alríkinu. Það eru í Oanada engin herskyldulög, og alt það lið, sem safnaðist, var því sjálfboðalið. Það þótti sem sómi Can- ada væri í veði, ef ríflegt lið yrði ekki sent móðurland- inu til hjálpar; var nú hafin hin ógurlegasta atlaga að mönnum ti'l þess að fá þá til að ganga í herinn. Það var sett sem takmark, að Canada skyldi leggja til hálfa milj. vopnfærra manna. Það var mikið hlutverk og mikið í ráðist. En ákaflegur eldmóður greip alla úr öllum flokkum og stéttum. Hverjir voru það, sem bezt gengu fram í því að safna þessari stóru hermanna tölu? Það var ekki stjórnin, livorki stjórn alríkisins eða stjórnir fylkjanna. Það voru hinir ungu menn, sem sjálfir létu innritast í herinn. Þeir komu þúsundum saman sjálf- boða, og það var ekki nóg með iþað að þeir byðu sjálfa sig fram, heldur unnu þeir nær hvíldarlaust að því, að fá aðra unga menn til þess sama. Þeir töluðu við þá, heim- sóttu þá, ögruðu þeim, báðu þá, já þrýstu þeim til þess; og fleiri fylktu sér undir fánann, sumir knúðir af sinni eigin löngun, sumir mest fyrir ásækni hinna. Það var

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.